Mýtur um ástralskar kvenhetjur

Seinni þáttur

Frumflutt

14. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mýtur um ástralskar kvenhetjur

Mýtur um ástralskar kvenhetjur

Árið 1908 gaf ástralski rithöfundurinn Jeannie Gunn út sjálfsævisögulegu frásögnina We of the Never-Never þar sem hún lýsir dvöl sinni á Elsey-búgarðinum í Norðurhluta Ástralíu. Þeir sem séð hafa stórmyndina Australia frá 2008 með Nicole Kidman og Hugh Jackman í aðalhlutverkum ættu kannast við söguþráðinn í We of the Never-Never. Í báðum tilfellum fylgir ung, hvít kona eiginmanni sínum út í óbyggðir hins harðneskjulega Norðurhluta Ástralíu. Hennar bíða margar skrautlegar uppákomur í harkalegu karlasamfélagi en jafnframt kemur í ljós í henni er meiri töggur en ætla mætti í fyrstu. Smám saman nær landið svo tökum á henni með undarlegum töfrum sínum.

Í þáttunum verður fjallað um þá kvenhetju óbyggðanna sem birtist upp úr aldamótunum 1900 í bók Jeannie Gunn og er tekin upp í síðari tíma kvikmyndum en endurskoðuð á róttækari hátt í nýlegri bókmenntum, til dæmis sögunum Lilian's Story eftir Kate Grenville og Fröken Peabody hlotnast arfur eftir Elizabeth Jolley. Ólíkt kynsystrum þeirra um aldamótin hafa konurnar í þessum sögum gefið það upp á bátinn reyna sanna sig í karlasamfélagi og leita í staðinn á nýjar og áður ókannaðar slóðir. Um leið er reynt gera upp samskipti hinnar ótömdu Ástralíu við æðsta fulltrúa vestrænnar menningar, Bretland.

Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir.

Þættir

,