Á þessu ári eru fjögur hundruð ár liðin frá fæðingu franska leikskáldsins Molière sem gjarnan er talið eitt helsta gamanleikjaskáld veraldar. Í þremur þáttum verður fjallað um feril Moliére, sem var ekki síður þekktur sem leikari á sínum tíma, og nokkur helstu verk. Umsónj: Ásdís Rósa Magnúsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Irma Erlingsdóttir, Toby Erik Wikström og Þröstur Helgason.
Samsetning: Guðni Tómasson.
Í þáttunum hljóma upptökur á leiklestri leikara Þjóðleikhússins úr nokkrum verkum Molière. Í þessum þætti hljóma:
- Leiklestur á þýðingu Sveins Einarssonar á Ímyndunarveikinni sem var leiklesin í heild sinni í Þjóðleikhúsinu 26. október sl. í tilefni af 400 ára afmælis Molières.
Sigurður Sigurjónsson í hlutverki Argans, Ebba Katrín Finnsdóttir í hlutverki þjónustustúlkunnar Toinette og Pálmi Gestsson í hluverki bróður Argans.
- Leiklestur á nýrri þýðingu Sveins Einarssonar á Uppskafningnum. Sigurður Sigurjónsson í hlutverki herra Jourdain, Pálmi Gestsson í hlutverki klæðskerameistarans og með hlutverk lærlinga hans fara þau Ragnheiður Steinsdórsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson.
Hljóðupptökur á leiklestrunum voru gerðar í desember 2022 í Ríkisútvarpinu.