Minningar um merkisfólk

Sigurður Guðmundsson, skólameistari

Þátturinn fjallar um Sigurð Guðmundsson, skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Umsjónarmaður les meginhluta minningarræðu eftir Þórarin Björnsson skólameistara M.A. um fyrirrennara sinn, Sigurð Guðmundsson, úr ritsafni Rætur og vængir eftir Þórarinn. Umsjónarmaður les kafla úr minningargrein eftir Steingrím J. Þorsteinsson um Sigurð Guðmundsson sem birtist í Morgunblaðinu.

Umsjónarmaður: Gunnar Stefánsson.

Frumflutt

22. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Minningar um merkisfólk

Minningar um merkisfólk

Gunnar Stefánsson fjallar um merkisfólk fyrri tíðar og leitar fanga í bókum og blaðagreinum.

(Áður á dagskrá 2007)

Þættir

,