Litla flugan

Gömlu góðu jólalögin

Gömlu góðu jólalögin rifjuð upp í fylgd með Ingibjörgu Þorbergs, Elly Vilhjálms, Ragnari Bjarnasyni, Hauki Morthens, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Jóni Sigurðssyni, Guðmundi Jónssyni, Guðrúnu Á. Símonar, Ólafi Gauki, Helenu Eyjólfsdóttur, Þorvaldi Halldórssyni, hljómsveit Ingimars Eydal, Ómari Ragnarssyni, hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og stúlknakór úr Langholtsskóla.

Meirihluti laganna er af gömlum jólaplötum frá Íslenzkum tónum, SG, Fálkanum og Tónaútgáfunni en einnig af segulböndum úr safni útvarpsins, og öll eru lögin sungin á íslensku.

Frumflutt

22. des. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

(Áður á dagskrá 2009-2010)

Þættir

,