Íslenska mannflóran II

En, hvaðan ertu? II

Í þessum þætti heldur Chanel Björk áfram skoða hugtök

eins og þjóðerni og uppruna með viðtölum við blandaða Íslendinga og einnig fræðimenn á ýmsum sviðum, en frá sálfræðilegu sjónarhorni. Hefur þjóðerni áhrif á sköpun sjálfsímyndar - bæði hvað varðar eigið álit á sjálfið og einnig stöðu innan samfélags. Hvaða

áhrif hefur það á sköpun sjálfsímyndar tilheyra fleiri en einum menningarheimum? Er fólk sem tilheyrir tveimur ólíkum menningarheimum með sterkari sjálfsímynd? Eða leiðir togstreita milli menningarheima til skekkju í sjálfsímyndinni? Í þessum þætti leitar

Chanel Björk svara við þessum spurningum með viðtölum við blandaða Íslendinga auk viðtala við sálfræðingana Rannveigu Sigurvinsdóttur og Fanny Gyberg. Viðmælendur eru: Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Diana Rós Breckmann Jónatansdóttir.

Frumflutt

11. jan. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.

Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.

Þættir

,