Innrás froskanna og fleiri kvikinda

3. þáttur: Hani, krummi, krókódíll, hestur, leðurblaka

Er til 130 ára þýsk/íslenskt froskakyn? Geta gæludýr verið skrítin? Hvers vegna er Húsavík einhvers konar Mekka framandi tegunda á Íslandi? Í þriðja þætti af Innrás froskanna og fleiri kvikinda fáum við svör við þessum spurningum og rýnum í innflutning á ólíklegustu dýrum, viljandi innflutning og óviljandi, löglegan og ólöglegan.

Frumflutt

31. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Innrás froskanna og fleiri kvikinda

Innrás froskanna og fleiri kvikinda

Undanfarin ár hefur tegund látið á sér kræla í Garðabæ: froskdýr. Í Innrás froskanna og fleiri kvikinda rekur Arnhildur Hálfdánardóttir slóð froskdýranna út og suður í tíma og rúmi, en þó aðallega götu fyrir götu í hinu gamalgróna Ásahverfi. Undir niðri krauma stærri spurningar um heim sem er breytast á áður óþekktum hraða og áhrif þess á lífríkið allt í kringum okkur.

Umsjón, dagskrárgerð og samsetning: Arnhildur Hálfdánardóttir

Sögumaður: Benedikt Sigurðsson

Ritstjórn: Anna Marsibil Clausen

Þættir

,