
Helgi og Helga: Elskendur á fjölunum og heima
Leikarahjónin Helgi Skúlason og Helga Bachmann kynntust í prufunum fyrir leiklistarskóla Þjóðleikhússins og samband þeirra er því samofið mörgum merkum áratugum í leikhússögu Íslands. Snærós Sindradóttir, dótturdóttir þeirra hjóna, segir í tveimur þáttum frá einkalífi þeirra og hinu opinbera lífi sem afkastamiklir leikarar og leikstjórar. Þetta er saga velgengni og átaka, dramatíkur og eldheitrar ástar sem slokknaði aldrei.