Fasteignasalar eru ekki farnir að finna fyrir breytingum á fasteignamarkaðnum enn, þótt jákvætt sé að stóru viðskiptabankarnir þrír hafi kynnt breytingar á lánakjörum, segir formaður Félags fasteignasala.
Dósent við Háskóla Íslands segir lánakostnað ekki hafa breyst mikið eftir vaxtadóm Hæstaréttar.
Rannís hafnaði um 60% af nýjum umsóknum um skattaafslátt til nýsköpunarfyrirtækja. Alls bárust um 300 nýjar umsóknir.
Gott gengi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í nýliðnum ríkis- og borgarstjórakosningum var þeim skammvinn gleði. Liðhlaup nokkurra flokksmanna í öldungadeildinni varpar ljósi á hatrammar innbyrðis deilur.
Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu telur að lengra hjúkrunarfræðinám geti reynt á spítala fyrst um sinn en breytingarnar séu til bóta.
Dómsmálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um brottfararstöð á Alþingi í dag. Fleiri stór mál eru á dagskrá.
Lyfjafræðingar hafa samþykkt nýjan kjarasamning eftir langar kjaraviðræður. Fyrri samningur var gerður fyrir átján árum.
Kvennalandsliðið í körfubolta mætir Serbíu á Ásvöllum annað kvöld og Portúgal ytra næsta þriðjudag í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2027. Nýr þjálfari stýrir íslenska liðinu.