Guðspjallamaður að vestan
Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara er einstæð saga um sveitapilt sem laumar sér um borð í skútu vestur á Ísafirði og siglir með enskum á vit ævintýranna á því herrans ári 1615. Hann gerist fallbyssuskytta í danska hernum og siglir á skipum konungs alla leið austur til Indlands. Fjórir þættir þar sem farið er í fótspor Jóns Indíafara á ævintýralegum ferðum hans að endamörkum hins þekkta heims. Umsjón hefur Jón Ársæll Þórðarson en um framleiðslu sér Guðni Tómasson. Lesari auk umsjónarmanns er Ævar Kjartansson.