George Eliot og sagan um Silas Marner

Þáttur 1 af 2

Frumflutt

1. maí 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
George Eliot og  sagan um Silas Marner

George Eliot og sagan um Silas Marner

Skáldsagan Silas Marner kom út í Englandi árið 1861. Hún vakti þegar mikla hrifningu lesenda og gagnrýnenda, en raunsæislegar samfélags- og persónulýsingar og mannleg hlýja hafa þótt einkenna söguna ofar öðru. Aðalpersónan, vefarinn Silas Marner, sest í smábænum Raveloe eftir hafa verið útskúfað úr trúarsamfélagi sínu. Hann treystir ekki mönnunum lengur, einangrar sig, og er fyrir vikið litinn hornauga af öðrum bæjarbúum. Eina gleði hans í þessum einmanalega heimi er safna peningum og vinna. Þegar peningarnir hans hverfa með dularfullum hætti og lítil stúlka birtist fyrirvaralaust á heimili hans, umturnast hins vegar tilvera hans og hann áttar sig á því þátttaka í mannlegu samfélagi, með öllum göllum þess og kostum, gefur lífi hans raunverulegt gildi.

Þegar Silas Marner kom út hafði höfundurinn, George Eliot, þegar gefið út þrjár bækur sem allar höfðu slegið í gegn. Þegar þarna var komið sögu var einnig orðið ljóst George Eliot var höfundarnafn fertugrar konu nafni Marian Evans, sem vakið hafði mikla hneykslun vegna sambanda við gifta karlmenn. Það varð þó ekki til draga úr vinsældum bóka hennar og er George Eliot enn talin meðal fremstu skáldsagnahöfunda Englands.

Árið 2010 kom Silas Marner. Vefarinn í Raveloe loks út í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. Af því tilefni verður í tveimur þáttum fjallað um rithöfundinn George Eliot og þessa 150 ára gömlu sögu um það hvernig útskúfun og einangrun getur breyst í samkennd þegar fordómar ráða ekki lengur för. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir. Lesari: Vigdís Másdóttir.

Þættir

,