Í öðrum þætti er fjallað um þjónustu við aðstandendur þeirra sem fást við geðræn veikindi og hversu mikilvæg hún er fyrir alla aðstandendur, hvort sem er börn eða fullorðna.
Viðmælendur eru Eydís Sveinbjarnardóttir, dósent við Háskóla Íslands, Gunnlaug Thorlacius, yfirfélagsráðgjafi á Landspítalanum, Sigríður Gísladóttir framkvæmdastjóri Okkar heims og Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal hjúkrunardeildarstjóri á BUGL.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Tómas Hrafn Ágústsson.