Dickens og Ísland
Tveir þættir frá 2012 þegar liðin voru tvö hundruð ár síðan eitt frægasta sagnaskáld heimbókmenntanna, breski höfundurinn Charles Dickens, fæddist, 7. febrúar 1812. Fjallað er um sagnagerð Dickens og rætt sérstaklega um íslenskar viðtökur verka hans. Byrjað var að þýða sögur höfundarins á íslensku strax á nítjándu öld og eru margar þeirra til í þýðingum, hin frægasta, Oliver Twist, hefur verið þýdd tvisvar og komið út margsinnis. Aðrar alkunnar sögur eru Davíð Copperfield og Jóladraumur sem til er í tveimur þýðingum. Margar sagnanna hafa aðeins verið gefnar út í útdrætti á íslensku, enda flestar mjög langar frá hendi höfundarins. - Sögur Charles Dickens njóta stöðugra vinsælda, sem marka má af mörgum sjónvarpsþáttum sem gerðir hafa verið upp úr þeim.
Umsjón: Ástráður Eysteinsson.