Jólabókaflóðið er yfirstaðið og Ragnar hefur verið ráðinn til að sækja óseld eintök af bókinni „Bakað úr súrdeigi“ í helstu Bónusbúðir á landsbyggðinni. Bókaútgáfan vill að hann ljúki verkinu á nokkrum sólarhringum, en ferðaáætlunin fer öll úr skorðum eftir að Ragnar leyfir vinum sínum, Árna og Friðgeiri, að fljóta með sér í sendibílnum. Fyrr en varir er er fremur einfalt verkefni orðið að flóknu vandamáli sem teygir anga sína langt út fyrir hringveginn og færir þá loks til fundar við manneskju sem reynist vera örlagavaldur íslenskra rithöfunda fyrir hver einustu jól.
Persónur og leikendur:
Ragnar - Ragnar Ísleifur Bragason.
Árni - Árni Vilhjálmsson.
Friðgeir - Friðgeir Einarsson.
Ásta - Ragnheiður Skúladóttir.
Magdalena - Sólveig Guðmundsdóttir.
Maður heima hjá Benna Hemm Hemm - Helgi Seljan.
Krakki heima hjá Benna Hemm Hemm - Ari Ísleifur Bragason.
Hefilstjóri - Jóhann Kristófer Stefánsson.
Bóka-Gyða - Ylfa Ösp Áskelsdóttir.
Orri sponsor - Þór Birgisson.
Dögg - Ragnheiður Maísól Sturludóttir.
Handrit og leikstjórn:
Bjarni Jónsson, Árni Vilhjálmsson, Ragnar Ísleifur Ragnarsson og Friðgeir Einarsson.
Tónlist: Árni Vil.
Hljóðupptaka: Gísli Kjaran Kristjánsson.