Anna í Grænuhlíð

Anna í Grænuhlíð og aðrir rauðhærðir kvenskörungar

Í seinni þættinum er sjónum beint persónunni Önnu í Grænuhlíð og hliðstæðum hennar í bókmenntasögunni, til dæmis munaðarleysingjum og rauðhærðum kvenskörungum.

Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir.

Frumflutt

6. maí 2012

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Anna í Grænuhlíð

Ein frægasta skáldsagnapersóna bókmenntasögunnar er rauðhært, munaðarlaust stelputryppi sem vinnur hugi og hjörtu allra sem kynnast henni með bráðfjörugu ímyndunarafli sínu. Í tveimur þáttum verður fjallað um höfund sagnanna, kanadísku skáldkonuna E. M. Montgomery, og þetta fræga sköpunarverk hennar. Bækurnar eru átta talsins og hafa nokkrar þeirra verið þýddar á íslensku. Rætt verður um viðtökur þeirra og vinsældirnar sem þær hafa notið. Fyrst og fremst verður þó sjónum beint persónunni Önnu sjálfri og hliðstæðum hennar í öðrum bókmenntaverkum, allt frá Línu langsokki til stúlkunnar Nínu Bjarkar í nýjustu skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, Trúir þú á töfra?

Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir.

Þættir

,