Heimsókn í Gljúfrastein, hús skáldsins Halldórs Laxness og konu hans Auðar. Gengið er um stofur, hlað og garð með Guðnýju Dóru Gestsdóttur safnstjóra. Aðeins er spilað af hljóðbandi sem notað er til leiðsagnar fyrir gesti safnsins. Þar heyrist í Auði og Halldóri Laxness og Þorsteini J. Vilhjálmssyni. Auk þess eru leikin lög sem gerð hafa verið við ljóð skáldsins.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur er blaðakonan, söngkonan og danskennarinn Agnes Amalía Kristjónsdóttir.
Í þættinum er leikið efni úr segulbandasafninu sem hljóðritað var árið 1960, tónlist og talmál.
Flytjendur tónlistar eru Nína Sveinsdóttir, Tage Möller, Óðinn Valdemarsson, Numidia og Leiktríóið og Eyþór Þorláksson.
Heimir Hannesson ræðir við Ilse Dassau, þýska starfsstúlku Flugfélags Íslands í Hamborg, um ferð hennar um landið ásamt evrópsku ferðaskrifstofufólki haustið 1960. Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson flytja fréttir af ferð Fidel Castro og sendinefnd Kúbumanna á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York haustið 1960.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Veðurstofa Íslands.
Mikael Torfason var sendur í sveit sex ára gamall. Hvaða áhrif hefur dvölin á hann, foreldrana og ábúendur? Í sex þáttum heimsækir Mikael sex sveitabæi sem hann dvaldi á, á 10 ára tímabili.
Umsjón: Mikael Torfason og Þorgerður E. Sigurðardóttir
Mikael Torfason rithöfundur var sendur í sveit á hverju sumri á níunda áratugnum. Í þáttaröðinni Sendur í sveit heimsækir hann sex sveitabæi sem hann dvaldi á sem barn. Hann endurnýjar kynni við ábúendur, fjallar um ástand sveitanna og segir sína eigin sögu.
Í sjötta og síðasta þætti heimsækir Mikael bæinn Borgarholt í Biskupstungum.
Viðmælendur í þættinum: Hulda Fríða Berndsen, Kristján Kristjánsson og Guðrún Steinunn Hárlaugsdóttir.
Guðsþjónusta.
Prestur: Grétar Halldór Gunnarsson
Predikari/Ræðumaður: Ásta Ágústsdóttir, djákni
Organisti: Ester Ólafsdóttir
Kór/Sönghópur: Kór Kópavogskirkju
Stjórnandi: Ester Ólafsdóttir
Ritningarlestrar:
Unnur Anna Halldórsdóttir, djákni
Rósa Kristjánsdóttir, djákni
Þessi guðsþjónusta er send út í tilefni af Degi díakoníunnar, þ.e. dags kærleiksþjónustu kirkjunnar. Djáknar kirkjunnar taka með sérstökum hætti þátt í guðsþjónustunni enda er embætti djákna embætti kærleiksþjónustu kirkjunnar.
TÓNLIST Í MESSUNNI :
Fyrir predikun
Forspil Nun Bitten Wir Den Heiligen Geist (2.19mín) Dietrich Buxtehude
621 Guðs kirkja er byggð á bjargi (3.15min) Friðrik Friðriksson/Samuel Wesley
474 Lofsyngið drottni (1.15min) Valdimar V. Snævarr/Georg F. Handel
562 Þú Guð sem stýrir stjarnaher (3.50min) Valdimar Briem/William Gardin
Eftir predikun
452 Þín miskunn ó Guð (2.25mín) Helgi Hálfdánarson/Johan Hartmann
288 Ó heyr mína bæn (milli bæna) (4.30mín) Sálm 102.2-3/Jacques Berthier
156 Ég á mér hirði hér á jörð. (2.20mín) Svavar A. Jónsson/Jessie S. Irvine
Eftirspil: Wer Nur Den Lieben Gott Lasst Walten (2.00mín) Johann Sebastian Bach
Útvarpsfréttir.
Lögregla var með umfangsmikinn viðbúnað í gærkvöld vegna viðburðar mótorhjólasamtakanna Vítisengla, Hells Angels. Meðlimir samtakanna eru óánægðir með aðgerðirnar, enda hafi samtökin hér á landi ekki verið til neinna vandræða.
Dómsmálaráðherra segir að fangelsismál hafi ekki fengið þá athygli sem þau eiga skilið síðustu ár. Staðan sé slæm. Ríkisstjórnin sé hins vegar að grípa til markvissra aðgerða.
Samtök sem berjast fyrir lausn gísla í haldi Hamas gagnrýna árás Ísraela á Katar í síðustu viku. Þeir segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, það eina sem standi í vegi fyrir lausn gíslanna.
Bregðast hefði mátt fyrr við til að tryggja öryggi barna í Blönduhlíð sem ítrekað fóru út um glugga meðferðarheimilisins til að strjúka, að mati umboðsmanns Alþingis. Fimmtán ára stúlka slasaðist alvarlega við það fyrr á árinu.
Nýr forsætisráðherra Nepals heitir því að verða við óskum mótmælenda og berjast gegn spillingu og auka jöfnuð. Sjötíu og tveir voru drepnir í mótmælum í síðustu viku.
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður og þjónustan færð undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjórinn er bjartsýnn á breytingarnar svo lengi sem stefnumótun og fjármagn fylgi.
Vegagerðin krefst þess enn að Akureyrarbær fjarlægi hjörtu úr rauðum umferðarljósum í bænum. Ekki sé heimild til að veita undanþágur frá reglugerðum. Ráðamenn á Akureyri ítreka andstöðu sína.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas nýafstaðnar þingkosningar í Noregi ásamt fréttamanninum Hallgrími Indriðasyni. Kjötbolluvísitala, krakkakosningar og kosningakerfi Norðmanna eru helstu umfjöllunarefni þáttarins.
Flóttafólki hefur fjölgað mikið í heiminum og líka á Íslandi. Ekkert bendir til annars en að því eigi eftir fjölga enn frekar á næstu árum. Hverjir eiga rétt á því að fá ásjá á Íslandi og hverjir ekki? Rætt er við fólk sem starfar með umsækjendum um alþjóðlega vernd, fræðimenn og fólk sem hefur flúið til Íslands.
Þáttaröðin Ásjá var framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Síðustu tvö ár hafa á annað hundrað fylgdarlaus börn óskað eftir vernd á Íslandi. Flest þeirra eru unglingspiltar en hingað hafa komið fylgdarlaus börn niður í sjö ára í leit að skjóli. Í þættinum er rætt um stöðu þeirra og þær ógnir sem þau standa frammi fyrir á flóttanum. Viðmælendur í þættinum eru Eva Bjarnadóttir, Guðbrandur Árni Ísberg, Hilmar Jón Stefánsson, Hlín Sæþórsdóttir og Idil sem er með vernd á Íslandi.
Þáttaröðin Ásjá var framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá tónleikum Gúmbó númer 5 á Djasshátíð Reykjavíkur. Pétur Grétarsson ræðir líka við höfund tónlistarinnar- Tómas Jónsson, og heiðursgest tónleikanna- Þóri Baldursson.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Rödd úr fjarlægri fortíð hljómar í Orði af orði. Runólfur Runólfsson fæddist í Meðallandi í Skaftafellssýslu 1849 og árið 1949 var tekið útvarpsviðtal við hann í tilefni af hundrað ára afmælinu hans. Tæpum 70 árum síðar er spilað brot úr viðtalinu í þættinum Orð af orði. Kista RÚV geymir fjársjóði á borð við þetta gamla viðtal. Hreinn Valdimarsson tæknimaður segir frá frá hreinsun á gömulum upptökum og varðveislu þeirra. Auk Runólfs heyrist í Helga Hjörvar, Sigrúnu Ögmundsdóttur, Jóni Þorvarðarsyni, Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, Jóhannesi Kjarval, Henrik Ottóssyni, Stefáni Jónssyni og Alexander Einarssyni.
Þátturinn var áður á dagskrá 17. júní 2018.
Umsjón hafði Anna Sigríður Þráinsdóttir
Tæknimaður var Úlfhildur Eysteinsdóttir
Fréttir
Fréttir
Liðsmaður Vítisengla segir lögreglu hafa komið fram við þá eins og glæpamenn að ósekju. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna viðburðar mótorhjólasamtakanna í gærkvöld.
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins fordæmir að rússneskir drónar hafi í gær rofið lofthelgi NATO-ríkis, í annað sinn á innan við viku.
Bæjarráð Akureyrar og fulltrúar nemenda við Háskólann á Akureyri telja enn mörgum spurningum ósvarað um mögulega sameiningu skólans við Háskólann á Bifröst. Deildarforseti á Bifröst telur afskipti bæjarráðs hleypa viðræðunum í uppnám.
Hlutfall þeirra sem forðast að fylgjast með fréttum hefur aldrei verið hærra.
FH tryggði sér sæti í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta í dag.
„Hverra manna ert þú?“ er algeng spurning hér á landi þegar maður hittir einhvern í fyrsta sinn. En hvað ef við spyrjum aðra manneskju þessarar spurningar og svarið leiðir út fyrir landsteinana? Í þáttaröðinni Hverra manna segja bæði innfæddir Íslendingar og innflytjendur frá ömmum og öfum sínum af erlendum uppruna; ömmur og afar sem ólu þau upp, gáfu þeim innsýn inn í fortíðina eða hjálpuðu þeim að skilja sjálfa sig.
Umsjón: Jelena Ćirić
Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson
Myndirnar sem prýða kynningarefni eru af Salah el Din Hafez Awad og Afaf (Fifi) Abdel Lazim Lotfy.
Jelena Bjeletić segir frá ömmu sinni Stamenku sem ól hana upp í serbnesku sveitinni og birtist henni reglulega í gegnum annað fólk.
Viðmælandi: Jelena Bjeletić
Tónlist:
Nick Drake – Horn
Hljómsveitin frá Radujevac – Doina si ora din radujevac
Vasilija Radojčić – Veseli se kućni domaćine
Þorleifur Gaukur Davíðsson – Passing of Time
Jónsi – Heaven
Serbnesk þjóðlagatónlist: Karanfile, cveće moje; Nema raja bez rodnoga kraja

Veðurfregnir kl. 18:50.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Hryllingurinn á Gaza og grimmdarverk Ísraels hafa verið heimsbyggðinni ljós í bráðum tvö ár. Á síðustu misserum hefur afstaða stjórnvalda víða um heim harðnað mjög og nú eru evrópskir þjóðarleiðtogar farnir að kalla hernað Ísraela þjóðarmorð. En hvernig er þjóðarmorð skilgreint og hvað breytist ef hernaður Ísraela er flokkaður sem þjóðarmorð?
Í seinni hluta þáttarins ætlum við að huga að geðheilsu þeirra sem fremja voðaverk. Kveikjan er bók sem kom út 2013 sem lýsir sambandi geðlæknisins Douglas M. Kelley við Hermann Göring sem honum var gert að meta í aðdraganda Nuremberg réttarhaldanna. Saga sem nú er búið að gera bíómynd um, þar sem Russel Crowe bregður sér í vel fóðrað gervi Görings.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Er bókastaflinn að sliga þig? Siturðu uppi með ritsöfnin hans langafa og
veist ekki hvað þú átt að gera við þau. Í þessum þætti er þeirri spurningu velt upp hvort það sé
dauðasynd að fleygja bók? Rætt verður við sérfræðinga á þessu sviði, þá Bjarna Harðarson og
Eirík Ágúst Guðjónsson fornbókasala en einnig fáum við sjónarhorn Sigríðar Hagalín
Björnsdóttur rithöfundar á því hvort það sé tilfinningalega sárt þegar bókunum hennar er hent.
Umsjón: Guðrún Lilja Magnúsdóttir

Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Útvarpsfréttir.
Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.
Konur sem að varpa flauelsmjúkum skuggum með seiðandi söng sínum; hvísla að okkur að slaka á, sigla með og við biðjumst allrar fyrirgefningar.
HáRún - Sigli með.
Jóhann Sigurðarson - Þótt falli snjór.
Hardy, Françoise - Comment te dire adieu.
SINEAD O'CONNOR - All Apologies.
Stan Getz og Gilberto - Desafinado.
Tei, Towa - Technova
Serge Gainsbourg - Requiem Pour Un Con.
PAUL McCARTNEY - Jenny Wren.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
Iggy Pop - You want it darker.
Madeleine Peyroux - Dance me to the end of love.
FLEETWOOD MAC - Landslide.
Pogues - Misty morning Albert bridge.
Lana Del Rey - Doin' Time (Clean).
Vintage Caravan - Crossroads.
Útvarpsfréttir.
Lögregla var með umfangsmikinn viðbúnað í gærkvöld vegna viðburðar mótorhjólasamtakanna Vítisengla, Hells Angels. Meðlimir samtakanna eru óánægðir með aðgerðirnar, enda hafi samtökin hér á landi ekki verið til neinna vandræða.
Dómsmálaráðherra segir að fangelsismál hafi ekki fengið þá athygli sem þau eiga skilið síðustu ár. Staðan sé slæm. Ríkisstjórnin sé hins vegar að grípa til markvissra aðgerða.
Samtök sem berjast fyrir lausn gísla í haldi Hamas gagnrýna árás Ísraela á Katar í síðustu viku. Þeir segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, það eina sem standi í vegi fyrir lausn gíslanna.
Bregðast hefði mátt fyrr við til að tryggja öryggi barna í Blönduhlíð sem ítrekað fóru út um glugga meðferðarheimilisins til að strjúka, að mati umboðsmanns Alþingis. Fimmtán ára stúlka slasaðist alvarlega við það fyrr á árinu.
Nýr forsætisráðherra Nepals heitir því að verða við óskum mótmælenda og berjast gegn spillingu og auka jöfnuð. Sjötíu og tveir voru drepnir í mótmælum í síðustu viku.
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður og þjónustan færð undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjórinn er bjartsýnn á breytingarnar svo lengi sem stefnumótun og fjármagn fylgi.
Vegagerðin krefst þess enn að Akureyrarbær fjarlægi hjörtu úr rauðum umferðarljósum í bænum. Ekki sé heimild til að veita undanþágur frá reglugerðum. Ráðamenn á Akureyri ítreka andstöðu sína.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Topplagið 14. september 1982 í Bretlandi var Eye of the tiger með Survivor. ELO, Electric light orchestra áttu Eitís plötu vikunnar frá árinu 1986. Platan er þeirra ellefta plata, Balance of Power. Og Styx áttu Nýjan ellismell vikunnar. Lag af plötu sem kom út á þessu ári. Lagið sem við heyrðum heitir Build and Destroy og er að finna á plötunni Circling From Above.
Lagalisti:
Nýdönsk - Frelsið.
Friðrik Dór - Hugmyndir.
Eddie Vedder - Society.
DNCE - Cake by the ocean.
Laufey - Mr. Eclectic.
Sister Sledge - We Are Family.
Peter Gabriel - Sledgehammer.
Justin Bieber - Daisies.
Valdimar - Lungu.
Queen - Save me.
Kygo & Paron James - Stole the show.
Dikta - From Now On.
The Beatles - Free as a Bird (2025 Mix).
ELO - Calling America.
ELO - So serious.
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
Rod Stewart - Baby Jane.
14:00
Latínudeildin og Una Stefánsdóttir - Logi.
Madonna - Papa Don't Preach.
Royel Otis - Moody.
Amy Winehouse - Love is a losing game.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir - Þú ert nú meiri.
TÁR - Fucking Run Like Hell.
Big Country - Look Away.
Styx - Boat On The River.
Styx - Build And Destroy.
HáRún - Sigli með.
A-ha - Cry Wolf.
David Byrne & Ghost Train Orchestra - Everybody Laughs.
Eiffel 65 - Blue.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
Eddie Rabbitt - I Love a Rainy Night.
15:00
Salka Sól - Sólin og ég.
Wig Wam - In My Dreams.
Kim Wilde - Kids in America.
Kim Wilde - Trail Of Destruction.
George Michael - Praying For Time.
Role Model - Sally, When The Wine Runs Out.
Harry Styles - As It Was.
Survivor - Eye Of The Tiger.
Of Monsters and Men - Dream Team.
The Rolling Stones - Start Me Up.
Zach Bryan - Streets of London.
Terence Trent D'Arby - Let her down easy.
Daði Freyr - Me and you.
The Police - Every breath you take
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Fréttir
Fréttir
Liðsmaður Vítisengla segir lögreglu hafa komið fram við þá eins og glæpamenn að ósekju. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna viðburðar mótorhjólasamtakanna í gærkvöld.
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins fordæmir að rússneskir drónar hafi í gær rofið lofthelgi NATO-ríkis, í annað sinn á innan við viku.
Bæjarráð Akureyrar og fulltrúar nemenda við Háskólann á Akureyri telja enn mörgum spurningum ósvarað um mögulega sameiningu skólans við Háskólann á Bifröst. Deildarforseti á Bifröst telur afskipti bæjarráðs hleypa viðræðunum í uppnám.
Hlutfall þeirra sem forðast að fylgjast með fréttum hefur aldrei verið hærra.
FH tryggði sér sæti í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta í dag.

Blönduð tónlist sem fer vel á meðan sunnudagssteikin mallar í ofninum.

Fréttastofa RÚV.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Að þessu sinni fáum við til okkar rapparadúóið Úlfur Úlfur, sem hafa markað djúp spor í íslensku hiphoppi undanfarin ár. Þeir eru mættir með glænýja plötu, Svarti skuggi, þar sem þeir kafa enn dýpra í sinn kraftmikla og dramatíska hljóðheim. Við ræðum plötuna, textana og ferðalagið hingað til.