
07:30

08:30



Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur lög sem hafa verið samin við ljóð Þórarins Eldjárns og líka einn þýddur söngtexti. Ragnheiður Gröndal syngur lag við ljóði Farfuglar, Sigríður Eyþórsdóttir syngur Vorið vill ekki koma og Gestagangur. Ólafía Hrönn Jónsdóttir flytur lagið Guðjón og Hörður Torfason Guðjón bakvið tjöldin. Þokkabót flytur lag við ljóðið Sveinbjörn Egilsson og annað við Möwekvæði. Valdimar Guðmundsson syngur lag Jóels Pálssonar við ljóðið Fundarboð og Selma Rán Lima og Jakob van Ooserhout syngja Kveðjusönginn úr leikritinu um Línu Langsokk. Ingi Gunnar Jóhannsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir syngja lagið um Latasta hund í heimi, Eggert Þorleifsson syngur Harmsöng Tarsans og Þursaflokkurinn flytur lagið Gegnum holt og hæðir. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

kl 11 eru alla virka daga og laugardaga á Rás 1

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.


Fólk úr ýmsum áttum flytur stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni.
Uppástand. Þema: Inngilding. Hulda Margrét Rútsdóttir, málstjóri farsældar barna hjá Reykjavíkurborg.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is


Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tvær minnstu bækur liðins árs komu út undir merkjum Truflunar útgáfu og þær eru svo litlar að þær passa í brjóstvasa. Fyrri bókin Fjölskyldusaga er eftir Fríðu Þorkelsdóttur sem á hugmyndina að vasabókunum en hana fékk Fríða eftir að Vottar jéhóva létu hana fá agnarlitla bók um sögur úr biblíunni. Nýja bókin í vasabókaútgáfu Fríðu heitir Stytturnar í hillunum og er eftir rithöfundinn og leikskáldið Evu Rún Snorradóttur þar sem fjallað er um minningar, skrásetningu og forgengileikann. Hún kemur í þáttinn og segir betur frá.
Notalegur lestur er það sem einkennir hátíðarnar og hjá mér er það orðið hefð að lesa Gyrði Elíasson. Dimma útgáfa hélt áfram á síðasta ári að endurútgefa gömul og sígild verk eftir Gyrði sem sum hver eru illfáanleg. Sjálfur sendi Gyrðir frá sér tvær þýðingar á síðasta ári, annars vegar Gleði skipbrotanna eftir Giuseppe Ungaretti og Barnæska eftir Jona Oberski. Við ætlum að heyra smá brot úr viðtali frá 2018 við Gyrði um Sorgarmarsinn sem er ein af nýendurútgefnu bókunum, lokakaflinn í þríleik ásamt Sandárbókinni og Suðurglugganum...
Ein af laumum bókaútgáfu síðasta árs má fullyrða að hafi verið endurútgáfa sömuleiðis. En öll 7 bindin um Ævintýriheim Narníu komu út undir lok ársins. Þetta eru gömlu þýðingar Kristínar R. Thorlacius sem komu út á síðustu áratugum síðustu aldar, þekktar fyrir vandað og blæbrigðaríkt mál. Þessi ævintýri um ljónið, nornina og skápinn, baráttu góðs og ills og hetjudáðir hafa heillað marga fantasíuaðdáendur frá því að bækurnar komu út um miðja síðustu öld. Töfraheimur Narnia er innblásinn af hinum ýmsu goðsögnum og ævintýrum en ekki síst kristinni trú og biblíunni en Lewis sjálfur var afar trúaður og skrifaði nokkrar bækur um trú á ferlinum. Og því ef til vill ekki furða að það er kristniboðafélagið hér á landi sem stendur að útgáfu Narníu bókanna og við förum í Basarinn í Austurveri til að ræða við trúboða um Narníu.
Viðmælendur: Eva Rún Snorradóttir, Gyrðir Elíasson og Karl Jónas Gíslason.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.


Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Nokkur vel valin lög


Dánarfregnir.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Í þessum þætti heyrum við hljóðritanir frá sigurvegurum EPTA píanókeppninnar sem fór fram í nóvember sl. Flutt eru viðtalsbrot við verðlaunahafana og leikin tónlist sem tengist eldri sigurvegurum, eftir píanóleikara sem sigurvegaranir í ár líta upp til og önnur tónlist sem tengist keppni eða íþróttum.
Tónlist í þættinum:
„Töltum af stað“ úr Tumi fer til tunglsins e. Jóhann G. Jóhansson
EPTA Keppnin 2025:
Alex Garðar Poulsson:
Næturljóð í Es-dúr, op. 9, nr. 2, eftir Frederic Chopin
Sól Björnsdóttir:
Músareyra eftir Þuríði Jónsdóttur
Matvii Levchenko:
Toccata eftir Aram Khachaturian
Polonaise Op. 40, nr. 2 eftir Frederic Chopin.
Jakob Grybos:
Étude-Tableau Op. 39, nr. 5 eftir Sergei Rachmaninov
Sarcasms Op.17 (V: Precipitosissimo - Andantino eftir Sergei Prokofiev.
Oliver Rähni:
Sonata í C-dúr (II: Adagio) eftir Joseph Haydn
Malaguena e. Ernesto Lecuona
Rondo “Perpetuum mobile” úr Sónötu nr. 1 eftir Carl Maria von Weber.
_____
Lang Lang: Liuyang River, kínverskt þjóðlag
Martha Argerich: Gaspard de la Nuit (2. kafli) eftir Maurice Ravel.
Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Margrét Björk Daðadóttir, Vera Hjördís Matsdóttir: Úr óperunni hlaupa eftir Sigrún Gyðu Sveinsdóttur.
Klaus Storck, Siegfried Palm, Christoph Caskel: Match eftir Mauricio Kagel

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Kaflar úr bók Ólafs Ólafssonar kristniboða
Helgi Elíasson bankaútibstj. las árið 1977


frá Veðurstofu Íslands

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Í dag er fyrsti mánudagur ársins og hann er mánudagur allra mánudaga. Mörg búin að vera í löngu fríi en nú tekur alvaran við. Við slóum á þráðinn til Ragnhildar Þórðardóttur, sem við þekkjum flest sem Röggu nagla. Hún er sálfræðingur með áherslu á heilsuvenjur og lumar á góðum ráðum svona í byrjun árs.
Tæknihornið er á sínum stað og Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur Morgunútvarpsins, fjallaði um sjónvörp, hvorki meira né minna!
Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði loftárásir á Venesúela um helgina og í kjölfarið var forsetinn Nicolas Maduro og eiginkona hans handsömuð og flutt úr landi. Trump segir Bandaríkin stýra landinu þangað til hægt sé að tryggja örugg valdaskipti og að olíuinnviðir landsins verði byggðir upp af bandarískum fyrirtækjum. Danilo Nava er frá Venesúela en kom til Íslands árið 2016. Hann starfar í dag sem spænskukennari og kennari í íslensku og kíkti til okkar í Morgunútvarpið.
Íþróttirnar voru á sínum stað og Einar Örn Jónsson frá íþróttadeild RÚV fór yfir sviðið.

07:30

08:30

Létt spjall og lögin við vinnuna.


kl 11 eru alla virka daga og laugardaga á Rás 1


Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.



Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.


Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.