16:05
Síðdegisútvarpið
24.júní
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Yfirmaður Evprópusviðs í Alþjóðaráði flugvalla Olivier Jankovec hefur hvatt ferðalanga til að mæta snemma eigi þeir bókað í flug því flugvellir um allan heim eigi í erfiðleikum með að mæta auknu álagi eftir heimsfaraldurinn. Komandi helgi verði sérstaklega erfið að mati Jankovec því flugmenn ýmissa lággjaldaflugfélaga í Evrópu eru á leið í verkfall. Seinlegt sé nú þegar að fara í gegnum allt kerfið á flugvöllum víða í Evrópu og þá sérstaklega ef fólk ætlar að innrita farangur. Einhverjir ferðalangar hafa brugðið á það ráð að ferðast einungis með handfarangur um þessar mundir, en er það gerlegt fyrir stórar fjölskyldur á leið í frí. Sólmundur Hólm stórvinur Síðdegisútvarpsins verður á línunni frá Orkumótinu í Eyjum en hann er þaulvanur ferðalangur sem ætlar að fara yfir þessar vangaveltur með okkur.

Í dag var haldið málþing í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Það var Veltek sem er heilbrigðis og velferðatækniklasi Norðurlands sem hélt málþingið, um nýjar nálganir í þjónustu við íbúa. Flutt voru meðal annars erindi um stafræn umskipti innan heilbrigðis og velferðarþjónustu í dreifðum byggðum, erindi um samvinnu á norðurslóðum og svo voru rannsóknir á þjónustulausnum kynntar. Ágúst Ólafsson fréttamaður kíkti í Hof fyrr í dag og ræddi við Perlu Björk Egilsdóttur verkefnastjóra hjá Veltek og spurðist fyrir um málþingið sem og starfsemi Veltek.

Það er föstudagur og af því tilefni fáum við einn skemmtilegasta mann landsins í heimsókn. Bragi Valdimar Skúlason ætlar að kíkja til okkar í kaffibolla vopnaður splunkunýju Baggalútslagi. Eins og alþjóð veit þá senda Baggalútsmenn aldrei frá sér neitt nema skotheld lög þannig að við hlökkum til að fá að heyra þessa neglu.

Brautskráning kandídata í grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal á morgun 25. júní. Það er óhætt að segja að það sé alltaf hátíðleg stund þegar nemendur taka við prófskirteinum sínum. Jón Atli Benediktsson rektor HÍ kemur til okkar á eftir ræðir við okkur stóra daginn á morgun.

Á morgun verður efnt til skrúðgöngu í Breiðholti með lúðrasveitinni Svani. Þar með lýkur viku íslenskunámskeiði Tungumálatöfra sem haldið var í fyrsta sinn í samstarfi við Frístund í Breiðholti í vikunni. Börnin sem tóku þátt í námsskeiðinu eru 6 til 9 ára munu þau sína afrakstur vinnu sinnar auk þess sem að foreldrar barna úr hópnum munu standa fyrir matarupplifun frá ólíkum heimshornum. Álfrún Gísaldóttir verkefnastjóri Tungumálatöfra kemur til okkar á eftir.

Margir landsmenn eru á leið í sumarfrí og íhuga ef ti

Var aðgengilegt til 24. júní 2023.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,