
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir flytur.

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í þættinum var fjallað um tvo listamenn, hvorn á sínu sviðinu. Annar var arkitekt og teiknaði margar af glæsilegustu og þekktustu byggingum höfuðborgarinnar, hinn var Elvis Presley.
Einar Erlendsson arkitekt teiknaði m.a. Gamla bíó, Herkastalann, Esjuberg þar - sem Borgarbókasafnið var lengi til húsa, hús Thors Jenssen við Fríkirkjuveg og Skólabrú. Út er kominn bók um Einar sem Björn G. Björnsson ritaði. Björn kom á Morgunvaktina og sagði okkur frá Einari arkitekt.
Svo er það Elvis. Ný kvikmynd um hann var tekin til sýninga hér í fyrradag. Umboðsmaður hans er í forgrunni en sá var þrjótur og hugsaði um eigin hag fremur en listamannsins. Bjarni Arason söngvari þekkir vel sögu Elvis, hann talaði um kónginn við okkur.
Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, var líka með okkur. Við töluðum meðal annars um ferðatöskufjöllin í flugstöðvum víða um álfuna; farþegum til ama og óþæginda. Kristján er í Stokkhólmi þar sem mikil hátíðahöld eru framundan vegna Jónsmessu, og gefin hefur verið út gul viðvörun vegna hita og sólskins.
Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir
Tónlist:
Return to sender ? Elvis Presley
If I can dream ? Elvis Presley
In the ghetto ? Bjarni Arason
Always on my mind ? Elvis Presley

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Útvarpsfréttir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Annar þáttur um tilraun norska könnuðarins Fridtjofs Nansens til að komast á norðurpólinn á síðasta áratug 19. aldar. Í þessum þætti er fjallað um ferð Nansens og Hjalmars Johansens á skíðum og hundasleðum í átt að pólnum.

Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í dag var síðasti Mannlegi þátturinn fyrir sumarfrí, á mánudaginn tekur við Sumarmál, sem verður milli kl. 11-12 næstu u.þ.b. tvo mánuði með áhugaverðu efni, fugli dagsins og öllu tilheyrandi. En í dag er föstudagur og þá er auðvitað föstudagsgestur í þættinum þó að reyndar séu föstudagsgestirnir fjórir í þetta sinn, en þau stjórna þáttunum ásamt Ásgeiri Tómasi Arnarssyni og Magnúsi Orra Arnarssyni og Elín Sveinsdóttir hefur séð um dagskrárgerðina frá upphafi.Það eru þau Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Andri Freyr Hilmarsson, Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Elva Björg Gunnarsdóttir, umsjónarfólk sjónvarpsþáttanna Með okkar augum. Þau eru í tökum þessa dagana á tólftu þáttaröð þessarar frábæru þátta, en þættirnir fara í sýningu í haust hér á RÚV. Við spjölluðum saman um lífið og tilveruna, hvaðan þau eru og hvað þeim finnst skemmtilegast að gera.
Í matarspjalli dagsins fengum við svo Sigga Gunnars, Sigurð Þorra Gunnarsson, og Friðrik Ómar Hjörleifsson til þess að segja okkur frá sínum uppáhaldsmat, sínum sérréttum og hvað þeim þykir skemmtilegast að elda. En Félagsheimilið, þáttur í þeirra stjórn, hefur göngu sína í dag á Rás 2 og við fengum þá til að segja okkur aðeins frá honum, en hann verður á dagskrá á föstudögum í sumar á eftir hádegisfréttir.
Tónlist í þættinum í dag:
Skólaball / Brimkló - (Magnús Kjartansson)
Ég lifi í voninni / Stjórnin (Jóhann G. Jóhannsson)
Í fjarlægð / Björgvin Halldórsson (Karl O. Runólfsson og Valdimar Hólm Hallstað)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón hefur Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem hafa verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og tengjast Landsréttarmálinu. Fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur að íslensk stjórnvöld hafi með þessu skrumskælt réttarríkið.
Álag á Landspítalann hefur aukist vegna COVID-19 síðustu vikur. Þrjátíu og tveir liggja á spítalanum með veiruna. Fyrir mánuði voru þeir aðeins níu. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum.
Búlgaría ætlar að falla frá neitunarvaldi sínu við umsókn Norður-Makedóníu um aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti í gær að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja.
Fjórir af hverjum fimm bílum sem hafa verið nýskráðir á árinu eru vistvænir. Formaður Rafbílasambandsins vill að stjórnvöld marki stefnu um að uppbygging hleðslustöðva fylgi fjölgun vistvænna bíla.
Grænum orkugarði verður líklega fundinn staður á norðurströnd Reyðarfjarðar og þar á að hefjast framleiðsla á rafeldsneyti eftir sex ár. Þetta kemur fram í nýjum samningi Fjarðabyggðar og alþjóðlegs fjarfestingasjóðs, sem ætlar að verja 14 þúsund milljörðum íslenskra króna í slíkar fjárfestingar víða um heim á næstu átta árum.
Breski Íhaldsflokkurinn tapaði tveimur þingsætum sem kosið var um í aukakosningum í gær. Stjórnarandstaðan segir að kjósendur hafi lýst vantrausti á Boris Johnson forsætisráðherra.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gengur til liðs við Ítalíumeistara Juventus eftir EM í sumar. Hún fer þangað frá franska liðinu Lyon.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Tugir ferðamanna hafa lent í bráðri lífshættu við Reynisfjöru undanfarin ár og gráðugt Atlantshafsbrimið tekið þar fimm líf síðan 2013. Snúðu aldrei baki í öldurnar, segja heimamenn. Hætta - Danger Lífshættulegar öldur - stendur á stórum skiltum sem taka á móti fólki áður en það röltir af stað í átt að dáleiðandi og óútreiknanlegu brimrótinu. Leiðsögumenn og fjöldinn allur af vefsíðum vara við þessum stað, sem heldur samt sem áður áfram að taka líf forvitinna ferðamanna. Umræður um öryggismál í fjörunni dúkka upp reglulega, starfshópar eru stofnaðir og málin rædd. Landeigendur benda á ríkið sem bendir til baka, eins og svo oft áður þegar um er að ræða vinsæla ferðamannastaði þessa lands sem eru í eigu fólks á svæðinu. En hvað er hægt að gera og verður eitthvað gert? Í Þetta helst skoðum við sögu og stöðu þessa rómaða og banvæna ferðamannastaðar sem hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir náttúrufegurð án hliðstæðu.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78 og Hildur Björk Hörpudóttur sóknarprestur í Reykholti: Verkefnið Ein saga, eitt skref er samvinnuverkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78 sem miðar að því að skoða sögur af misrétti gagnvart hinsegin fólki í kirkjunni. Vefsíða verkefnisins verður formlega opnuð á viðburði í Skálholti 25. júní.
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna: Um miðjan júní var kynnt skýrsla Spretthópsins svokallaða, en þar er alvarleg staða matvælaframleiðslu í landinu skoðuð. Hver er afstaða grænmetisbænda?
Tvær nýjar rannsóknir gjörbylta skilningi okkar á sögu hænunnar. Svo segja altjént vísindamennirnir sem að þeim stóðu, en þessar rannsóknir birtust í mætum vísindaritum í byrjun mánaðar. En hver er skilningur okkar á sögu hænunnar, hversu lengi hefur þessi góði fugl fylgt mannkyninu?

Útvarpsfréttir.

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til að mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.
Af handahófi gröfum við upp gömul hljóðbrot úr safni RÚV og hlustum á þau með eyrum ársins 2020. Rætt er við samtímafólk og þegar möguleiki gefst, einhvern sem tengist umræddri upptöku.
,,Maðurinn var ljótur en sauðkindin fögur. Sauðkindin var eins og dýrleg birta í myndinni, föst og traust. Engu að síður lifandi og frjáls. Og það sem skipti ekki hvað minnstu máli við síðari íhugun, snoppa hennar var miklu nær grasinu en höfuð mannsins.?? Þetta sagði Broddi Jóhannesson í þætti sínum um sauðkindina árið 1960, en við skoðum dýrategundina nánar í þætti dagsins. Við rýnum í eðli sauðfjár og heimsækjum að gefnu tilefni Jóhönnu Kristjánsdóttur, sauðfjárbónda í Svansvík í Ísafirði. Við heyrum brot úr áðurnefndum þætti Brodda Jóhannessonar og einnig þætti Sveins Skorra Höskuldssonar frá 1959 þar sem hann heimsækir Þverárrétt í Mýrasýslu og spjallar við bændur og fjallkónga.
Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Útvarpsfréttir.

Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Við ætlum að velta aðeins fyrir okkur jarðgöngum og afleiddum áhrifum þeirra. Ein umdeildustu jarðgöng landsins, Vaðlaheiðargöng, voru opnuð fyrir umferð í lok árs 2018. Ágúst Ólafsson slóst í för með Valgeiri Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga, inn í sólarlandahitann í göngunum. Við höldum svo vestur á Þingeyri. Með tilkomu Dýrafjarðarganga og bættum vegasamgöngum á Dynjandisheiði er ljóst að ýmislegt hefur breyst, og gæti breyst enn frekar, fyrir þorpið. Þingeyri hefur undanfarin ár tekið þátt í byggðaþróunarverkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum og við hittum verkefnastjórann Agnesi Arnardóttur.
Efni í þáttinn unnu Ágúst Ólafsson og Halla Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata þessarar vikur er Revolver, sjöunda hljóðversplata Beatles, sem gefin var út 5. ágúst 1966. Þetta var síðasta platan sem Beatles gerðu áður en þeir hættu að koma fram opinberlega.
Umsjón: Bogi Ágústsson.
Framleiðsla: Jónatan Garðarsson.
Hlið 1
1. Taxman
2. Eleanor Rigby
3. I'm Only Sleeping
4. Love You To
5. Here, There and Everywhere
6. Yellow Submarine
7. She Said, She Said
Hlið 2
1. Good Day Sunshine
2. And Your Bird Can Sing
3. For No One
4. Doctor Robert
5. I Want to Tell You
6. Got to Get You into My Life
7. Tomorrow Never Knows
Aukalög:
Paperback Writer
Rain

Útvarpsfréttir.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forseti Bandaríkjanna segir öfgafulla hugmyndafræði hafa ráðið för þegar hæstiréttur landsins felldi úr gildi fimmtíu ára gamlan úrskurð sem tryggði réttinn til þungunarrofs. Einn dómara við réttinn vill endurskoða réttinn til samkynja hjónabanda. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman.
Loftlagsráð telur framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum ómarkvissa. Umhverfisráðherra tekur undir með ráðinu um að gera þurfi betur. Sveinn Ólafur Melsted talaði við Guðlaug Þór Þórðarson.
Starfandi borgarstjóri segir að borgarstjórn muni fylgja ráðleggingum innviðaráðuneytisins varðandi nýja byggð í Skerjafirði. ráðuneytið segir byggðina ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar og krefst frestunar framkvæmda. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Einar Þorsteinsson.
Fornleifafræðingur segir spennandi vikur framundan á Seyðisfirði. Heillegir húsveggir frá 11. öld hafa fundist í uppgreftri þar. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman og talaði við Ragnheiði Traustadóttur.
------------------------------------------------------
Lengri umfjöllun:
Sagt var frá því í Speglinum í gær að apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð hafi um árabil deilt persónulegum upplýsingum um viðskiptavini með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólksins. Getum við átt von á sambærilegum málum hér á landi? Elfur Logadóttir lögfræðingur, sem sérhæfir sig í tæknirétti, segir aðstæður bjóða upp á það. Neytendur hér á landi njóti ekki sömu verndar og í Evrópusambandinu, þegar að kemur að öflun persónuupplýsinga á netinu. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.
Úkraínski herinn hefur fengið fyrirmæli um að hörfa frá borginni Sjevjerodonetsk í Donbass þar sem mjög harðir bardagar hafa geysað undanfarna daga. Borgin er í rúst og mannfall meðal almennra borgara og báðum herjum mikið. Rætt hefur verið um að fall Sjevjerodonetsk geti valdið straumhvörfum í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Spegillinn fékk Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðing í öryggismálum til að leggja mat á stöðuna í Úkraínu. Kristján Sigurjónsson tók saman.
Ríkisstjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í kosningunum í haust og það hefur ekki gerst í 30 ár á Íslandi. Leiða má að því líkur að þar hafi pestin skipt miklu en í mælingum nú í vor hefur fylgið dvínað og stjórnin kannski ekki lengur í skjóli faraldursins að dómi Agnars Freys Helgasonar dósents við Háskóla Íslands. Hann er einn höfunda greinar í tímariti um stjórnmál og stjórnsýslu þar sem rýnt er í alþingiskosningarnar síðastliðið haust með gögnum úr Íslensku kosningarannsókninni. Í næstum fjörutíu ár, frá 1983 hefur

Brot úr Morgunvaktinni.

Veðurstofa Íslands.

Dánarfregnir.

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur lög frá rokkárunum. Guðbergur Auðunsson syngur lögin Lilla Jóns, Út á sjó og Adam og Eva, Óðinn Valdimarsson syngur Ég vil lifa, elska, njóta og Óðinn og Helena Eyjólfsdóttir syngja Segðu nei. Ragnar Bjarnason syngur Óli rokkari. Haukur Morthens syngur lögin Lóa litla á Brú og Ég er kominn heim. Erla Þorsteinsdóttir syngur lögin Vagg og velta og Í tangó tvö ein. Skapti Ólafsson flytur lögin Syngjum hátt og dönsum, Ef að mamma vissi það og Allt á floti.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78 og Hildur Björk Hörpudóttur sóknarprestur í Reykholti: Verkefnið Ein saga, eitt skref er samvinnuverkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78 sem miðar að því að skoða sögur af misrétti gagnvart hinsegin fólki í kirkjunni. Vefsíða verkefnisins verður formlega opnuð á viðburði í Skálholti 25. júní.
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna: Um miðjan júní var kynnt skýrsla Spretthópsins svokallaða, en þar er alvarleg staða matvælaframleiðslu í landinu skoðuð. Hver er afstaða grænmetisbænda?
Tvær nýjar rannsóknir gjörbylta skilningi okkar á sögu hænunnar. Svo segja altjént vísindamennirnir sem að þeim stóðu, en þessar rannsóknir birtust í mætum vísindaritum í byrjun mánaðar. En hver er skilningur okkar á sögu hænunnar, hversu lengi hefur þessi góði fugl fylgt mannkyninu?

eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Margrét Vilhjálmsdóttir les.
(Áður á dagskrá 2003)

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í dag var síðasti Mannlegi þátturinn fyrir sumarfrí, á mánudaginn tekur við Sumarmál, sem verður milli kl. 11-12 næstu u.þ.b. tvo mánuði með áhugaverðu efni, fugli dagsins og öllu tilheyrandi. En í dag er föstudagur og þá er auðvitað föstudagsgestur í þættinum þó að reyndar séu föstudagsgestirnir fjórir í þetta sinn, en þau stjórna þáttunum ásamt Ásgeiri Tómasi Arnarssyni og Magnúsi Orra Arnarssyni og Elín Sveinsdóttir hefur séð um dagskrárgerðina frá upphafi.Það eru þau Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Andri Freyr Hilmarsson, Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Elva Björg Gunnarsdóttir, umsjónarfólk sjónvarpsþáttanna Með okkar augum. Þau eru í tökum þessa dagana á tólftu þáttaröð þessarar frábæru þátta, en þættirnir fara í sýningu í haust hér á RÚV. Við spjölluðum saman um lífið og tilveruna, hvaðan þau eru og hvað þeim finnst skemmtilegast að gera.
Í matarspjalli dagsins fengum við svo Sigga Gunnars, Sigurð Þorra Gunnarsson, og Friðrik Ómar Hjörleifsson til þess að segja okkur frá sínum uppáhaldsmat, sínum sérréttum og hvað þeim þykir skemmtilegast að elda. En Félagsheimilið, þáttur í þeirra stjórn, hefur göngu sína í dag á Rás 2 og við fengum þá til að segja okkur aðeins frá honum, en hann verður á dagskrá á föstudögum í sumar á eftir hádegisfréttir.
Tónlist í þættinum í dag:
Skólaball / Brimkló - (Magnús Kjartansson)
Ég lifi í voninni / Stjórnin (Jóhann G. Jóhannsson)
Í fjarlægð / Björgvin Halldórsson (Karl O. Runólfsson og Valdimar Hólm Hallstað)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu í haust mæta seinna í skólann á morgnana í von um bættan svefn, og hefst kennsla í áttunda til tíunda bekk ekki fyrr en klukkan tíu mínútur yfir níu. Við ræddum verkefnið við Snædísi Valsdóttur, skólastjóra Vogaskóla.
Breytingar á áfengislöggjöfinni urðu á lokametrum þingsins þegar Alþingi gerði heimilt fyrir framleiðendur áfengis, þ.e. bjórframleiðendur, að selja vörur sínar í smásölu frá framleiðslustað. Þetta þykir þeim sem vilja aukið frjálsræði á áfengismarkaði aðeins áfangi á leið í átt að lokamarkinu. Einn þeirra er Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem vill sjá örari breytingar á löggjöfinni og opna markaðinn frekar. Hann var gestur okkar upp úr hálf átta.
Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, skrifaði leiðara á þriðjudaginn þar sem hann benti á að vinnuhóparnir, fagráðin, þingmannanefndirnar, aðgerðahóparnir, viðbragsteymin, verkefnastjórnirnar og valnefndirnar sem sinna tímabundnum verkefnum fyrir ríkisstjórnina séu nú um tvö hundruð og níu talsins. Við ræddum fjölda starfshópa hér á landi við ÓIaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði.
Að loknum átta fréttum á föstudögum förum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum, í þetta skiptið fréttakonunum Kristínu Ólafsdóttur á Vísi og Stöð 2 og Magdalenu A. Torfadóttur, á Markaðinum og Fréttablaðinu.
Á morgun laugardag skella veitingamenn á Laugaveg upp langborði á miðri götunni. Charlotta Rós Sigmundsdóttir partystýra á Vínstúkunni tíu sopum kom til okkar og sagði okkur frá viðburðinum.
Það styttist verulega í EM kvenna í knattspyrnu en þjóðin er að sjálfsögðu búin að skrúfa væntingarnar reglulega vel upp. Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu kom til okkar í lok þáttar til að renna yfir leikskipulagið og hvaða dýrðir við megum vænta á Evrópumótinu.
Tónlist:
Nýdönsk - Horfðu til himins
First Aid Kit - Emmylou
The Beatles - Something
Una Torfadóttir - En
Hjálmar og GDRN - Upp á rönd
Harry Styles - Watermelon sugar
Tame Impala - No Choice
NERD - She wants to move
Scarlet Pleasure - What a life

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Útvarpsfréttir.

Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 5110 - 24. júní 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Sálin - Á nýjum stað
Kings of Leon - Sex on fire
Á Móti Sól - Spenntur
Baggalútur - Saman við á ný
Shapeshifters - Lola?s theme
Gorillaz - Dare
Len - Steal my sunshine
SSSól - Síðan hittumst við aftur
Haddaway - What is love
Lay Low - By and By
Avril lavinge - Complicated
10:00
Sóldögg - Svört sól
Páll Óskar - Er þetta ást
New Order - Regret
Reel 2 Reel - I like 2 move it
Maus - Allt sem þú lest er lygi
Sigurður Guðmundsson - Síðasti Móhítóinn
Írafár - Hver er ég
Fedde Le Grand - Put your hands up for Detroit
KK - Á Æðruleysinu
Buff - Prinsessan mín
Stjórnin - Hamingjumyndir
Pearl jam - Even flow
11:00
EGo - Í hjarta mér
House of pain - Jump around
Mugison - Murr Murr (Rafmagns)
Smashing Pumpkins - Perfect
Tweety - Gott mál
Bob Sinclar - Rock this party
Outcast - Hey Ya!
Skítamórall - Farin
Lily Allen - The Fear
Eric Prydz - Call on me
Pulp - Common people
Stjörnukisi - Reykeitrun
12:00
Stuðmenn & Birgitta Haukdal - Á röltinu í Reykjavík
Friðrik Ómar og Sigurður Þorri kíktu við og vildu taka stöðina strax yfir en fóru svo bara í mat.
Friðrik Ómar & Jógvan - Sveitalíf
Incubus - Are you in
Empire of the sun - Walking on a dream

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem hafa verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og tengjast Landsréttarmálinu. Fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur að íslensk stjórnvöld hafi með þessu skrumskælt réttarríkið.
Álag á Landspítalann hefur aukist vegna COVID-19 síðustu vikur. Þrjátíu og tveir liggja á spítalanum með veiruna. Fyrir mánuði voru þeir aðeins níu. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum.
Búlgaría ætlar að falla frá neitunarvaldi sínu við umsókn Norður-Makedóníu um aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti í gær að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja.
Fjórir af hverjum fimm bílum sem hafa verið nýskráðir á árinu eru vistvænir. Formaður Rafbílasambandsins vill að stjórnvöld marki stefnu um að uppbygging hleðslustöðva fylgi fjölgun vistvænna bíla.
Grænum orkugarði verður líklega fundinn staður á norðurströnd Reyðarfjarðar og þar á að hefjast framleiðsla á rafeldsneyti eftir sex ár. Þetta kemur fram í nýjum samningi Fjarðabyggðar og alþjóðlegs fjarfestingasjóðs, sem ætlar að verja 14 þúsund milljörðum íslenskra króna í slíkar fjárfestingar víða um heim á næstu átta árum.
Breski Íhaldsflokkurinn tapaði tveimur þingsætum sem kosið var um í aukakosningum í gær. Stjórnarandstaðan segir að kjósendur hafi lýst vantrausti á Boris Johnson forsætisráðherra.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gengur til liðs við Ítalíumeistara Juventus eftir EM í sumar. Hún fer þangað frá franska liðinu Lyon.

Friðrik Ómar og Siggi Gunnars eru húsverðir í Félagsheimili allra landsmanna á Rás 2 eftir hádegisfréttir, alla laugardaga. Frábær tónlist, góðir gestir, uppákomur og hlustendur um land allt. Það er ekkert aldurstakmark og öll eru velkomin í Félagsheimilið á Rás 2.
Friðrik Ómar og Siggi Gunnars eru húsverðir í Félagsheimili allra landsmanna á Rás 2 eftir hádegisfréttir, alla föstudaga í sumar. Helgin byrjar með þeim félögum.
Aðal gestur dagsins var Bubbi Mortheins sem svaraði 22 spurningum sem enginn vill fá. Friðrik og Siggi rifjuðu einnig upp tæplega 40 ára gamlan símatíma úr Ríkisútvarpinu þar sem hlustendur sögðu skoðun sína á homosexualisma. Loks var slegið upp alvöru dansleik þar sem endað var á vangalagi.
Tónlistin var að venju úr ýmsum áttum:
Sprengjuhöllin - Keyrum yfir Ísland
George Ezra - Green Green Grass
Herbert Guðmundsson - Með stjörnunum
Jói Pé X Pally - Face
Stuðmenn - Sigurjón Digri
Sam Fender - Getting Started
Gloria Gaynor - I will survive
Stefán Hilmarsson - Líf
Bubbi Mortheins - Ennþá er tími
Stuðlabandið - Ég veit
Sigga Ózk - Sjáðu mig
Mannakorn - Ekki dauðir enn
Sálin hans Jóns míns - Hvar er draumurinn?
Tina Turner - The Best
Harry Styles - As It Was
Aretha Franklin - Respect
Bubbi Mortheins ft. Bríet - Ástrós
Måneskin - Supermodel
Kate Bush - Running Up That Hill
Stuðmenn - Taktu til við að tvista
GCD - Mýrdalssandur
Robyn - Dancing On My Own
Írafár - Fingur
Geirmundur Valtýsson - Nú er ég léttur
Eurobandið - This Is My Life
Stjórnin - Ég lifi í voninni
Uriah Heep - Easy Livin'
Abba Voulez-Vous
Righteous Brothers - Unchained Melody

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Yfirmaður Evprópusviðs í Alþjóðaráði flugvalla Olivier Jankovec hefur hvatt ferðalanga til að mæta snemma eigi þeir bókað í flug því flugvellir um allan heim eigi í erfiðleikum með að mæta auknu álagi eftir heimsfaraldurinn. Komandi helgi verði sérstaklega erfið að mati Jankovec því flugmenn ýmissa lággjaldaflugfélaga í Evrópu eru á leið í verkfall. Seinlegt sé nú þegar að fara í gegnum allt kerfið á flugvöllum víða í Evrópu og þá sérstaklega ef fólk ætlar að innrita farangur. Einhverjir ferðalangar hafa brugðið á það ráð að ferðast einungis með handfarangur um þessar mundir, en er það gerlegt fyrir stórar fjölskyldur á leið í frí. Sólmundur Hólm stórvinur Síðdegisútvarpsins verður á línunni frá Orkumótinu í Eyjum en hann er þaulvanur ferðalangur sem ætlar að fara yfir þessar vangaveltur með okkur.
Í dag var haldið málþing í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Það var Veltek sem er heilbrigðis og velferðatækniklasi Norðurlands sem hélt málþingið, um nýjar nálganir í þjónustu við íbúa. Flutt voru meðal annars erindi um stafræn umskipti innan heilbrigðis og velferðarþjónustu í dreifðum byggðum, erindi um samvinnu á norðurslóðum og svo voru rannsóknir á þjónustulausnum kynntar. Ágúst Ólafsson fréttamaður kíkti í Hof fyrr í dag og ræddi við Perlu Björk Egilsdóttur verkefnastjóra hjá Veltek og spurðist fyrir um málþingið sem og starfsemi Veltek.
Það er föstudagur og af því tilefni fáum við einn skemmtilegasta mann landsins í heimsókn. Bragi Valdimar Skúlason ætlar að kíkja til okkar í kaffibolla vopnaður splunkunýju Baggalútslagi. Eins og alþjóð veit þá senda Baggalútsmenn aldrei frá sér neitt nema skotheld lög þannig að við hlökkum til að fá að heyra þessa neglu.
Brautskráning kandídata í grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal á morgun 25. júní. Það er óhætt að segja að það sé alltaf hátíðleg stund þegar nemendur taka við prófskirteinum sínum. Jón Atli Benediktsson rektor HÍ kemur til okkar á eftir ræðir við okkur stóra daginn á morgun.
Á morgun verður efnt til skrúðgöngu í Breiðholti með lúðrasveitinni Svani. Þar með lýkur viku íslenskunámskeiði Tungumálatöfra sem haldið var í fyrsta sinn í samstarfi við Frístund í Breiðholti í vikunni. Börnin sem tóku þátt í námsskeiðinu eru 6 til 9 ára munu þau sína afrakstur vinnu sinnar auk þess sem að foreldrar barna úr hópnum munu standa fyrir matarupplifun frá ólíkum heimshornum. Álfrún Gísaldóttir verkefnastjóri Tungumálatöfra kemur til okkar á eftir.
Margir landsmenn eru á leið í sumarfrí og íhuga ef ti

Útvarpsfréttir.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forseti Bandaríkjanna segir öfgafulla hugmyndafræði hafa ráðið för þegar hæstiréttur landsins felldi úr gildi fimmtíu ára gamlan úrskurð sem tryggði réttinn til þungunarrofs. Einn dómara við réttinn vill endurskoða réttinn til samkynja hjónabanda. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman.
Loftlagsráð telur framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum ómarkvissa. Umhverfisráðherra tekur undir með ráðinu um að gera þurfi betur. Sveinn Ólafur Melsted talaði við Guðlaug Þór Þórðarson.
Starfandi borgarstjóri segir að borgarstjórn muni fylgja ráðleggingum innviðaráðuneytisins varðandi nýja byggð í Skerjafirði. ráðuneytið segir byggðina ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar og krefst frestunar framkvæmda. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Einar Þorsteinsson.
Fornleifafræðingur segir spennandi vikur framundan á Seyðisfirði. Heillegir húsveggir frá 11. öld hafa fundist í uppgreftri þar. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman og talaði við Ragnheiði Traustadóttur.
------------------------------------------------------
Lengri umfjöllun:
Sagt var frá því í Speglinum í gær að apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð hafi um árabil deilt persónulegum upplýsingum um viðskiptavini með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólksins. Getum við átt von á sambærilegum málum hér á landi? Elfur Logadóttir lögfræðingur, sem sérhæfir sig í tæknirétti, segir aðstæður bjóða upp á það. Neytendur hér á landi njóti ekki sömu verndar og í Evrópusambandinu, þegar að kemur að öflun persónuupplýsinga á netinu. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.
Úkraínski herinn hefur fengið fyrirmæli um að hörfa frá borginni Sjevjerodonetsk í Donbass þar sem mjög harðir bardagar hafa geysað undanfarna daga. Borgin er í rúst og mannfall meðal almennra borgara og báðum herjum mikið. Rætt hefur verið um að fall Sjevjerodonetsk geti valdið straumhvörfum í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Spegillinn fékk Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðing í öryggismálum til að leggja mat á stöðuna í Úkraínu. Kristján Sigurjónsson tók saman.
Ríkisstjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í kosningunum í haust og það hefur ekki gerst í 30 ár á Íslandi. Leiða má að því líkur að þar hafi pestin skipt miklu en í mælingum nú í vor hefur fylgið dvínað og stjórnin kannski ekki lengur í skjóli faraldursins að dómi Agnars Freys Helgasonar dósents við Háskóla Íslands. Hann er einn höfunda greinar í tímariti um stjórnmál og stjórnsýslu þar sem rýnt er í alþingiskosningarnar síðastliðið haust með gögnum úr Íslensku kosningarannsókninni. Í næstum fjörutíu ár, frá 1983 hefur

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Umsjón: Heiða Eiríksdóttir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Kalli færir hlustendum Rásar 2 helstu smellina og minningarnar frá árunum 1990 til 2010 í fortíðarþættinum 5110 á Rás 2.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
XXX - XXX Rottweiler
My Love - Justin Timberlake
Take Your Mama - Scissor Sisters
No Good Advice - Girls Aloud
Hate It Or Love It - The Game & 50 Cent
Mundian To Bach Ke - Panjabi MC
Allar stelpur úr að ofan - Dáðadrengir
Dare - Gorillaz
Tainted Love - Marilyn Manson
With Every Heartbeat - Robyn
The Real Slim Shady - Eminem
Suga Suga - Baby Bash & Frankie J
The Real Me - Svala Björgvins
Kids - Robbie Williams & Kylie Minoque
Is It Love? - Dr. Mister & Mr. Handsome
Paper Planes - M.I.A
Trick Me - Kelis
Young Folks - Peter, Björn & John
Hættu að hringja í mig - Afkvæmi Guðanna
Drops Of Jupiter - Train
One More Time - Daft Punk
Sumarsykur - Igore
Hot In Herre - Nelly
Danger - High Voltage - Electric Six
Bootylicious - Destiny's Child
Smiley Faces - Gnarls Barkley
Pon De Replay - Rihanna
Foxtrot Uniform Charlie Kilo - Bloodhound Gang
Seven Nation Army - The White Stripes