Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Arnaldur Bárðarson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Bóluefni AstraZeneca hefur verið tekið úr umferð á Íslandi og í nokkrum öðrum Evrópuríkjum vegna ótta við hættulegar aukaverkanir. Í dag verður haldinn fundur hjá Lyfjastofnun Evrópu um málið. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, kom til okkar á Morgunvaktina. Við ræddum við hana um aukaverkanir, bæði af bóluefnum við Covid 19 og lyfjum almennt,
Það er grunnt á því góða milli Bidens Bandaríkjaforseta og Pútíns Rússlandsforseta. Biden jánkaði aðspurður í sjónvarpsviðtali að Pútín sé morðingi og Pútín brást við með að kalla sendiherra sinn heim frá Washington. Samskipti Breta og Evrópusambandsins eru líka stirð þessa dagana. Já, það eru vandræði víða. Bogi Ágústsson fór yfir erlend tíðindi í Heimsglugganum.
Undir lok mánaðarins, 31. mars, verða hundrað ár frá fæðingu Jóns Múla Árnasonar útvarpsmanns og tónskálds. Í tilefni þess blæs Stórsveit Reykjavíkur til veislu í Hörpu á sunnudag og mánudag; þekktustu lög Jóns Múla verða flutt í nýjum útsetningum. Sigurður Flosason mun stýra sveitinni og kynna lögin, hann spjallaði um Jón Múla og lögin hans.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Við lentum í aðstæðum sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur að lenda í: að missa náinn fjölskyldumeðlim í höndunum á okkur,? segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Árleg veiðiferð félaganna árið 2007 breyttist í hrylling þegar afar kær vinur hans varð bráðkvaddur í ferðinni. Það er atburður sem á eftir að sitja ævilangt í honum og átti stóran þátt í að kveikja hjá honum brennandi áhuga á réttindabaráttu.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttafélagsins VR, er mikill útivistar- og hjólreiðagarpur. Hjólreiðar eru hans leið til að tæma hugann og tengjast náttúrunni. ?Ég reyndi þessa hefðbundnu leið þar sem þú setur puttana saman og hummar en það gekk ekki alveg. En þetta er mín hugleiðsla, að fara út á hjólinu,? segir hann. Ragnar Þór var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1 þar sem hann talaði meðal annars um ást sína á Breiðholti og dálæti á starfinu, fráfall góðs vinar síns og kvíða sem hann glímir við eftir óvægna fjölmiðlaumfjöllun.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag eins og aðra fimmtudaga í vetur. Í þetta sinn var sérfræðingur þáttarins Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur. Öll þurfum við að borða og næra okkur, samt er svo merkilegt að við látum ekki endilega það ofan í okkur sem er best fyrir okkur. Og stundum jafnvel það sem við vitum að er alls ekki gott fyrir okkur og líkamann, en samt gerum við það. Við festumst gjarnan í mynstri sem er erfitt að komast útúr. Gylliboð og kraftaverkakúrar sem lofa öllu fögru eru við hvert fótmál. Því var forvitnilegt að fræðast með Fríðu Rún um næringu og mataræði í þættinum í dag og í seinni hlutanum gerði Fríða sitt besta til að svara spurningum hlustenda sem hafa borist okkur í netfang þáttarins, mannlegi@ruv.is. Þær spurningar sem hún náði ekki að svara ætlar hún að svara við fyrsta tækifæri á www.heilsutorg.is
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um heimilisofbeldi á tímum kórónuveirunnar.Tuttugu og fimm prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi hafa borist til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári, en að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár. Frá þessu er greint í skýrslu lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu fyrir síðasta mánuð, sem var birt í gær. Sjötíu og fimm tilkynningar bárust lögreglu um heimilisofbeldi í febrúar, en á sama tíma í fyrra voru þær fimmtíu og fjórar. Þessar tölur endurspegla stöðuna um heim allan á tímum heimsfaraldurs. Í nær öllum löndum virðist heimilisofbeldi hafa aukist frá því kórónuveiran fór að herja á heimsbyggðina, með tilheyrandi samkomubanni og aukinni heimaveru fólks. Rætt er við Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins.
Í síðari hluta þáttarins skoðum við svikafiska. Getur þú verið viss um það, hlustandi góður, þegar þú gerir þér glaðan dag og ferð út að borða, að íslenski túnfiskurinn sem þú pantir þér á fína veitingastaðnum sé í raun og veru íslenskur. Nei, segja niðurstöður rannsókna breska blaðsins Guardian, en víðs vegar út um allan heim er fiskur á veitingastöðum, í verslunum og hjá fisksölum, seldur undir fölsku flaggi. Og þetta er sérstaklega algengt hér á Íslandi. Katrín Ásmundsdóttir ræðir við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna of fiska sem sigla, eða synda, undir fölsku flaggi, í síðari hluta þáttarins.
Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Ferðamenn frá löndum utan Schengen svæðisins mega nú koma til landsins framvísi þeir bólusetningarvottorði - reglugerð þess efnis var birt í morgun og hefur því þegar tekið gildi. Sóttvarnalæknir var ekki með í ráðum þegar þessi breyting var ákveðin.
Níu skothylki fundust á vettvangi morðsins í Rauðagerði en byssan hefur ekki fundist. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins og telur lögreglan að morðið hafi verið framið í samverknaði nokkurra.
Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka vonast til að framleiðsla hefjist á ný í lok apríl. Álíka margir verði við störf og voru áður en verksmiðjunni var lokað.
Atvinnuveganefnd Alþingis skorar á Vegagerðina að nýta Herjólf til siglinga yfir Breiðafjörð þar til varanleg lausn er fundin með nýju skipi til framtíðar.
Þótt dregið hafi úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga streymir enn kvika inn í kvikugang við Fagradalsfjall. Of snemmt er að spá því að eldgos verði ekki á næstu vikum, segir jarðeðlisfræðingur.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem fram fóru í landinu í vikunni og hyggst strax í dag hefja viðræður um stjórnarmyndun.
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur birt nýjar ásakanir um mútuþægni á hendur Aung San Suu Kyi sem steypt var af stóli í síðasta mánuði. Lögmaður hennar vísar þeim ásökunum á bug.
Bæði topplið úrvalsdeildar kvenna í körfubolta töpuðu í gærkvöldi. Spennan magnast í deildinni.
Dánarfregnir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Börge Johannes Wigum form. stjórnar Steinsteypufélagsins: Umhverfisáhrif steinsteypu og þróun á nýjum efnum.
Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir, MAST: Matarbornir sjúkdómar í Evrópu og hugmyndafræðin um heilsu lífkerfisins í heild .
Stefán Gíslason: Umhverfispjall um rannsókn á áhrifum botnvörpuveiðafæra á kolefnislosun hafsbotnsins.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður flutt tónlist sem samin hefur verið við gamanleikritið „Ys og þys út af engu“ (Much Ado About Nothing) eftir William Shakespeare. Franska tónskáldið Hector Berlioz samdi óperuna „Beatrís og Benedikt“ upp úr leikritinu árið 1862 og írska tónskáldið Charles Villiers Stanford samdi óperuna „Ys og þys út af engu“ árið 1901. Erich Wolfgang Korngold samdi tónlist við leikritið fyrir sýningu á því í Vínarborg árið 1920. Og árið 1993 var gerð kvikmynd eftir leikritinu með Kenneth Branagh og Emmu Thompson í aðalhlutverki, en skoski tónsmiðurinn Patrick Doyle samdi tónlist við hana. Í þættinum verða leikin atriði úr öllum þessum tónsmíðum. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.
Þessa dagana er verið að vinna að rammaskipulagi fyrir allt Háskólasvæði Háskóla Íslands, það hefur ekki verið til, þó undarlegt sé, en nú er stefnt að því að klára málið. Samt hefur verið byggt mikið á svæðinu í mörg ár, og nýjasta húsið Gróska hefur tiltölulega nýlega verið tekið í notkun. Gróska er á lóð Vísindagarða, við nýja götu sem nefnist Bjargargata og er vestan við Íslenska Erfðagreiningu. Vísindagarðar eru að miklu leiti í eigu einkaaðila, þ.e. byggingarnar, en ýmis svið Háskólans eru í samvinnu við mörg þeirra fyrirtækja sem þarna starfa, svo sem Erfðagreiningu, Alvogen eða Alvotek, CCP og fleiri.Í framhaldi af síðasta þætti er fjallað um Vísindagarða, rætt við Hildi Gunnarsdóttur arkitekt hjá Borgarskipulagi, Sigurð Magnús Garðarsson stjórnarformann Vísindagarða, einnig heyrast brot úr Flakki frá því í sept. 2019 þar sem rætt er við Sigríði Sigurðardóttur arkitekt og svistj.framkv.sviðs Hí, Pétur Ármannsson arkitet og við arkitektana Harald Örn Jónsson og Kristján Garðarsson hjá Andrúm en þeir hönnuðu Grósku.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Víðsjá heimsækir í dag Hafnarborg, listamiðstöð Hafnarfjarðar, en þar munu Ólafur Ólafsson og Libia Castro, ný-valdir myndlistarmenn ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum, opna sýningu sína, Töfrafund, um næstu helgi. Sýningin byggir á gjörningi listamannanna og Töfrateymisins, sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur, á götum miðborgarinnar, við Stjórnarráðið og Alþingishúsið, 3. október síðastliðinn. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur er nýr pistlahöfundur Víðsjár, en hann er hlustendum Rásar 1 að góðu kunnur fyrir pistla sem hann hefur flutt í Lestinni á undanförnum árum. Halldór talar í Víðsjá á fimmtudögum um mótsagnir í sögu og samtíð. Og sauðburður og sveifludansar koma við sögu að gefnu tilefni í Víðsjá í dag.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Heimildarmyndin Hálfur Álfur segir sögu manns sem undirbýr hundrað ára afmælið sitt en einnig eigin jarðarför. Í myndinni má merkja mikla nánd milli kvikmyndagerðarmannsins, Jóns Bjarka Magnússonar og viðfangsins, Trausta Breiðfjörð Magnússonar - en Trausti var afi Jóns Bjarka. Þar er nándinni þó ekki lokið, því eftir hverjar tökur kom Jón Bjarki heim til sambýliskonu sinnar, Hlínar Ólafsdóttur, og krufði daginn ? enda er hún meðframleiðandi myndarinnar og þess utan, tónskáld: spilar á gamlar og móðar harmonikkur sem kallast á við 100 ára þanin lungu Trausta.
Við heimsækjum ljósmyndagalleríið Ramskram við Njálsgötu en þar opnar um helgina ljósmyndasýningin Rökræður. Jóna Þorvaldsdóttir, ljósmyndari, var viðstödd árlegan rökræðufund tíbetskra búddanunna í Indlandi árið 2012 og skrásetti á svarthvítar filmuljósmyndir.
Og Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í nýjustu plötu tyrknesk-hollensku þjóðalagasíkadelíupartýsveitarinnar Altin Gun.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 18.3.2021
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir.
Hundrað manns, þar af fimmtíu starfsmenn Landspítala eru í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar. Rætt við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum
Lyfjastofnun Evrópu segir að færri hafi fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca en búast hefði mátt við. Það er sagt bæði vel virkt og öruggt.
Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Dregið hefur úr líkum á stórum skjálftum næstu daga. Rætt við Kristínu Jónsdóttur, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands.
Breiðafjarðarfejan Baldur lagði að bryggju í Brjánslæk núna klukkan sex að lokinni fyrstu ferð yfir fjörðinn eftir viðgerð. Ferjan bilaði í síðustu viku í annað sinn á innan við ári og tók ferðin rúman sólarhring í stað þess að taka þrjá tíma. Rætt við Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóra á Baldri, sem segir það vera létti að ferjan er aftur komin á siglingu. Ekkert stress hafi verið í áhöfninni áður en lagt var af stað.
Óvenju hlýtt hefur verið á Austfjörðum í dag. Hiti mældist yfir tuttugu stigum bæði á Dalatanga og í Neskaupstað, og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar bæði í Reyðarfirði og Eskifirði sýndu 19,6 stig í dag og á Bakkagerði náði hitinn 19,3 stigum. Róbert Jóhannsson, ræddi við Díönu Ívarsdóttur aðstoðarskólastjóra gunnskólans á Reyðarfirði og Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.
Lengri umfjöllun:
Réttlát umskipti: Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingar á Íslandi hafa staðið að. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB og einn af skýrsluhöfundum. Skýrslan heitir Réttlát umskipti: Leiðin að kolefnislausu samfélagi. Hún er unnin í samstarfi við 14 samtök launafólks í sex ríkjum á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Barnavernd: Annar pistill af þremur. Það er spennandi að sjá hvernig hægt að að efla þjónustu við börn og fækka þannig barnaverndarmálum, segir Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu . Henni líst vel á kerfisbreytingar sem nú eru í deiglunni og segir þær risastórar. Ragnhildur Thorlacius talaði við han
Hljómboxið eru stórskemmtilegir spurningaþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem krakkar og foreldrar þeirra keppa í því að hlusta.
Við heyrum ýmis skemmtileg brot úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sturtusöngvarinn syngur fyrir okkur vel valin lög, við heyrum orð borin fram aftur á bak, reynum að greina dýrahljóð og skringilega útsett lög svo eitthvað sé nefnt.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Uppáhalds hljóð liðanna eru annars vegar kvakið í önd og hins vegar gormahljóð. Því varð úr að Andrés Önd mætir Spojojojng en í þeim liðum eru vinirnir Einar Valur og Þorsteinn Kári og mömmur þeirra. Virkjum eyrun, setjum okkur í viðbragðsstöðu og....hlusta!
Keppendur
Einar Valur Sigurðsson (Andrés Önd)
Þórunn Ósk Marinósdóttir (Andrés Önd)
Þorsteinn Kári Pálmarsson (Spojojojong)
Emma Björg Eyjólfsdóttir (Spojojojong)
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar og sturtusöngvarar: Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Georg Magnússon
Dánarfregnir
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við fengum sérfræðing í þáttinn í dag eins og aðra fimmtudaga í vetur. Í þetta sinn var sérfræðingur þáttarins Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur. Öll þurfum við að borða og næra okkur, samt er svo merkilegt að við látum ekki endilega það ofan í okkur sem er best fyrir okkur. Og stundum jafnvel það sem við vitum að er alls ekki gott fyrir okkur og líkamann, en samt gerum við það. Við festumst gjarnan í mynstri sem er erfitt að komast útúr. Gylliboð og kraftaverkakúrar sem lofa öllu fögru eru við hvert fótmál. Því var forvitnilegt að fræðast með Fríðu Rún um næringu og mataræði í þættinum í dag og í seinni hlutanum gerði Fríða sitt besta til að svara spurningum hlustenda sem hafa borist okkur í netfang þáttarins, mannlegi@ruv.is. Þær spurningar sem hún náði ekki að svara ætlar hún að svara við fyrsta tækifæri á www.heilsutorg.is
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur.
*Oceans eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.
*Fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason.
Einleikari: Pekka Kuusisto.
Stjórnandi: Daníel Bjarnason.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Börge Johannes Wigum form. stjórnar Steinsteypufélagsins: Umhverfisáhrif steinsteypu og þróun á nýjum efnum.
Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir, MAST: Matarbornir sjúkdómar í Evrópu og hugmyndafræðin um heilsu lífkerfisins í heild .
Stefán Gíslason: Umhverfispjall um rannsókn á áhrifum botnvörpuveiðafæra á kolefnislosun hafsbotnsins.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Við lentum í aðstæðum sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur að lenda í: að missa náinn fjölskyldumeðlim í höndunum á okkur,? segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Árleg veiðiferð félaganna árið 2007 breyttist í hrylling þegar afar kær vinur hans varð bráðkvaddur í ferðinni. Það er atburður sem á eftir að sitja ævilangt í honum og átti stóran þátt í að kveikja hjá honum brennandi áhuga á réttindabaráttu.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttafélagsins VR, er mikill útivistar- og hjólreiðagarpur. Hjólreiðar eru hans leið til að tæma hugann og tengjast náttúrunni. ?Ég reyndi þessa hefðbundnu leið þar sem þú setur puttana saman og hummar en það gekk ekki alveg. En þetta er mín hugleiðsla, að fara út á hjólinu,? segir hann. Ragnar Þór var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1 þar sem hann talaði meðal annars um ást sína á Breiðholti og dálæti á starfinu, fráfall góðs vinar síns og kvíða sem hann glímir við eftir óvægna fjölmiðlaumfjöllun.
Næturútvarp Rásar 1.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Anna Sigríður Þráinsdóttir ræddi íslenskt mál við okkur og í dag heyrðum við af nokkrum skemmtilegum nýyrðum.
Kafbátur er nýtt íslenskt barnaleikrit sem snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar. Segja má að sýningin sái ekki bara menningarlegum fræjum heldur koma raunveruleg birkifræ líka við sögu. Harpa Arnardóttir, leikstjóri og Kjartan Darri Kristjánsson leikari komu til okkar og sögðu okkur meira af þessari forvitnilegu sýningu.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, var í viðtali hjá okkur og við ræddum við hann um þær ákvarðanir stjórnvalda að rýmka reglur á landamærunum en forsvarsmenn ferðaþjónustunnar hafa fagnað því mjög. Þá ræddum við einnig við hann um jarðskjálftahrinuna en starfsmenn Bláa lónsins hafa eðlilega fundið vel fyrir henni.
Sidekick Health og hjartadeild Landspítalans vinna saman að innleiðingu á stafrænu eftirliti með hjartasjúklingum um þessar mundir. Verkefnið felur í sér fjarvöktun og fjarstuðning með það að markmiði að fækka bráðainnlögnum á spítala, auk þess að gera fólki kleift að taka virkari þátt í eigin meðferð en núverandi kerfi leyfir. RANNÍS styrki nýlega verkefnið um 135 milljónir króna og þeir Tryggvi Þorgeirsson forstjóri og stofnandi Sidekick Health og Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á LSH komu til okkar og fræddu okkur um þetta áhugaverða verkefni.
Tónlist:
Tryggvi - Við erum eitt.
Blanche - City lights.
Elton John og Kiki Dee - Dont go breaking my heart.
Lukas Graham - Scars.
Grafík - Presley.
Kaleo - Way down we go.
E.L.O. - Dont bring me down.
Lenny Kravitz - Believe.
Celeste - Love is back.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 18. mars 2021
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Moses Hightower - Stundum
Emilíana torrini - Vertu úlfur
Grace Jones - I?ve seen this face before
Pálmi Gunnars - Komst ekki aftur
London Beat - I?ve been thinking of you
Una Stef - The one
Superserious - Let?s consume
Prince - I wanna be your lover
Candi Staton - You got the love
Buff - engin nema þú
Unnsteinn - Er þetta ást
Ellen Kristjáns & John Grant - Veldu stjörnu
10:00
Hraun - Komdu
Corona - Rhythm of the night
Middle kids - questions
REM - The one I love
José Gonzalez - El Inverto
Banners - Someone to you
Taylor Swift - No body, no crime Ft. Haim
Kikk - Try for your best friend
Dua Lipa - We?re good
Wilson Picket - Land of 1000 dances
Robin S - Shoe me love
Jónas Sig - Hamingjan er hér
Maisie Peters - John Hughes movie
Placebo - every you every me
11:00
Upplýsingafundur Almannavarna
Karitas Harpa - Come to this
Coldplay - Flags
Dream Wife - So when you gonna (Plata vikunnar - So when you gonna )
The Weeknd - Save your tears
Cypress Hill - Illusions
Sálin - Ég þekki þig
12:00
Daði og Gagnamagnið - 10 Years
Kris Kristofferson - Me and Bobby MgGee (Gautaborg 18.09.2016)
Death cab for cutie - Waterfalls
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ferðamenn frá löndum utan Schengen svæðisins mega nú koma til landsins framvísi þeir bólusetningarvottorði - reglugerð þess efnis var birt í morgun og hefur því þegar tekið gildi. Sóttvarnalæknir var ekki með í ráðum þegar þessi breyting var ákveðin.
Níu skothylki fundust á vettvangi morðsins í Rauðagerði en byssan hefur ekki fundist. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins og telur lögreglan að morðið hafi verið framið í samverknaði nokkurra.
Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka vonast til að framleiðsla hefjist á ný í lok apríl. Álíka margir verði við störf og voru áður en verksmiðjunni var lokað.
Atvinnuveganefnd Alþingis skorar á Vegagerðina að nýta Herjólf til siglinga yfir Breiðafjörð þar til varanleg lausn er fundin með nýju skipi til framtíðar.
Þótt dregið hafi úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga streymir enn kvika inn í kvikugang við Fagradalsfjall. Of snemmt er að spá því að eldgos verði ekki á næstu vikum, segir jarðeðlisfræðingur.
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem fram fóru í landinu í vikunni og hyggst strax í dag hefja viðræður um stjórnarmyndun.
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur birt nýjar ásakanir um mútuþægni á hendur Aung San Suu Kyi sem steypt var af stóli í síðasta mánuði. Lögmaður hennar vísar þeim ásökunum á bug.
Bæði topplið úrvalsdeildar kvenna í körfubolta töpuðu í gærkvöldi. Spennan magnast í deildinni.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Matthías Már Magnússon og Lovísa Rut Kristjánsdóttir
Góður fílingur í Popplandi dagsins, allskonar tónlist, nýtt og gamalt í bland og þessar helstu tónlistarfréttir. Plata vikunnar er platan So When You Gonna sem indírokksveitin Dream Wife sendi frá sér í fyrra og plata dagsins er platan Angles sem Strokes sendu frá sér fyrir 10 árum.
Sigurður Guðmundsson - Grasið er Enn Grænt
Tryggvi - Við Erum Eitt
Rag N Bone Man - All You Ever Wanted
Banners - Someone To You
Celeste - Love Is Back
Wilco & Feist - You And I
Maxine Nightingale - Right Back Where We Started From
Alison Moyet - Invisible
Friðrik Dór - Hún Er Alveg Með Þetta
The Strokes - Taken For A Fool
Vance Joy - Riptide
Adele - Rolling In The Deep
Grafík - Þúsund Sinnum Segðu Já
Dream Wife - Sports!
Valdis - Piece of You
Prince - Get Of
Rakel - Our Favorite Line
Ce Ce Peniston - Finally
Retro Stefson - Qween
Beastie Boys - Get It Together
David44 - Understood
GusGus - Our World
St. Vincent - Pay Your Way In Pain
Dire Straits - Lady Writer
The Strokes - Under Cover of Darkness
Bubbi - Ástrós ft. Bríet
Emilíana Torrini - Vertu Úlfur Titillag
Karitas Harpa - Come To This
Benee - Supalonely
Justin Bieber - Hold On
Alt-J - Left Hand Free
Jón Ólafsson - Frétt Númer Þrjú
Ben Howard - What A Day
Radiohead - Creep
Girl In Red - Serotonin
Tame Impala - Cause I?m A Man
Salka, Arnar. Ellen, Eyþór - Ég Veit Það
Carolesdaughter - Violent
Aloe Blacc - I Need A Dollar
Dream Wife - Homesick
Dimma & Guðrún Árný - Andvaka
Ellen Kristjáns - Veldu Stjörnu ft. John Grant
Björgvin Halldórsson - Sendu Nú Gullvagninn
Unnsteinn - Er Þetta Ást
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Vísindaráð Lyfjastofnunar Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að ekkert mælti gegn því að fólk yrði bólusett gegn COVID-19 með mótefni AstraZeneca lyjafyrirtækisins sem vísindamenn við Oxford-háskóla þróuðu. Við fengum viðbrögð frá Óskari Reykdalssyni forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður segir okkur frá Kveik þætti kvöldsins sem er sá síðasti fyrir páska. Í þættinum verður meðal annars fjallað um svokölluð ástarsvik. Ástarsvikum hefur fjölgað mikið í COVID-19 faraldrinum. Ástarsvik eru í grunninn þessar skrítnu vinabeiðnir og skilaboð sem við fáum öll af og til á samfélagsmiðlum. Flestum finnst þessar beiðnir dularfullar og bregðast ekki við, en margir gera það og eru áður en þeir vita í klóm glæpamanna.
Óvenjuhlýtt hefur verið á austan - og norðanverðu landinu miðað við árstíma og hafa tveggja stafa hitatölur mælst á nokkrum stöðum. En hvernig fer það með gróðurinn ? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur fræðir okkur um það og við fáum hjá henni nokkur ráð varðandi vorverkin í garðinum í leiðininni.
Við verðum á flakki um Mývatnssveit í þættinum í dag. Hún Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í ferð um Mývatnssveit fyrr í vikunni og spjallaði m.a. við Júlíu Katrínu Björke vísindamann við Mýsköpun, sem er nýsköpunarfyrirtæki sem er að rannsaka örþörunga í Mývatni.
En við byrjum þetta á blíðunni á austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði þar sem hita tölur haf verið að skríða upp í tæplega 20 gráður. Alma Sigurbjörnsdóttir sálfræðingur eða Alma Bibba eins og hún er oftast kölluð er á línunni.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 18.3.2021
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir.
Hundrað manns, þar af fimmtíu starfsmenn Landspítala eru í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar. Rætt við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum
Lyfjastofnun Evrópu segir að færri hafi fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca en búast hefði mátt við. Það er sagt bæði vel virkt og öruggt.
Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Dregið hefur úr líkum á stórum skjálftum næstu daga. Rætt við Kristínu Jónsdóttur, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands.
Breiðafjarðarfejan Baldur lagði að bryggju í Brjánslæk núna klukkan sex að lokinni fyrstu ferð yfir fjörðinn eftir viðgerð. Ferjan bilaði í síðustu viku í annað sinn á innan við ári og tók ferðin rúman sólarhring í stað þess að taka þrjá tíma. Rætt við Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóra á Baldri, sem segir það vera létti að ferjan er aftur komin á siglingu. Ekkert stress hafi verið í áhöfninni áður en lagt var af stað.
Óvenju hlýtt hefur verið á Austfjörðum í dag. Hiti mældist yfir tuttugu stigum bæði á Dalatanga og í Neskaupstað, og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar bæði í Reyðarfirði og Eskifirði sýndu 19,6 stig í dag og á Bakkagerði náði hitinn 19,3 stigum. Róbert Jóhannsson, ræddi við Díönu Ívarsdóttur aðstoðarskólastjóra gunnskólans á Reyðarfirði og Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.
Lengri umfjöllun:
Réttlát umskipti: Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingar á Íslandi hafa staðið að. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB og einn af skýrsluhöfundum. Skýrslan heitir Réttlát umskipti: Leiðin að kolefnislausu samfélagi. Hún er unnin í samstarfi við 14 samtök launafólks í sex ríkjum á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Barnavernd: Annar pistill af þremur. Það er spennandi að sjá hvernig hægt að að efla þjónustu við börn og fækka þannig barnaverndarmálum, segir Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu . Henni líst vel á kerfisbreytingar sem nú eru í deiglunni og segir þær risastórar. Ragnhildur Thorlacius talaði við han
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Íslenska teknósenan er kyrfilega neðanjarðar og ratar ekki oft í útvarpið sem eðlilegt er allavega sé horft til klassíska fólksfjöldaviðmiðsins. Hún er engu að síður sprelllifandi og heyrist á klúbbum í Rotterdam, Hanoi, Rio De Janero og í Undiröldu kvöldsins sem fer heldur betur á dýpið að þessu sinni.
Sérstakar þakkir fær Ísar Logi Arnarsson fyrrverandi ritstjóri Undirtóna sem heldur úti lagalistanum Icelandic Music (Electronica/Dance) á Spotify, þar sem hann og áhugasamir slafra í sig nýjustu hræringar og hljóðheim íslenska teknósins.
Lagalistinn
Bistro Boy - Stay With Me
Thorkell Máni - 14 Days (Lolu Menayed remix)
Ohm & Kvadrant - Kattegat (Ben Buitendijk remix)
Nikitia Sabelin, Exos - Brooklyn Train (Exos Remix)
Ozy - Pull the Strings
Fréttastofa RÚV.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Gothenburg Concert Hall er tónleikahús í Gautaborg í Svíþjóð sem var byggt árið 1935 ? og margir hafa stigið þar á stokk í gegnum tíðina, en húsið tekur 1300 manns í sæti. Og þann 18. september árið 2016 spilaði þar Kris Kristofferson ? sænska útvarpið tók tónleikana upp og við ætlum að hlusta á þá í Konsert í kvöld ? og að því loknu heyrum við í Bríeti ? á Iceland Airwaves núna síðast.