
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Alfreð Örn Finnsson flytur morgunbæn og orð dagsins.

Útvarpsfréttir.

Hvort sem þú ætlar að fara á fætur eða sofa áfram setur Pétur Grétarsson á fóninn tónlist úr ýmsum áttum.


Útvarpsfréttir.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.


Útvarpsfréttir.

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, rifjar upp minningar sínar af Grindavíkurhrauni og hugleiðir allar þær breytingar sem hafa orðið á náttúrunni á æskuslóðum hans í Grindavík.

Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón með Hljóðrás ævi minnar hefur Hilmar Oddsson. Hann er kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, en einnig lagasmiður og meðlimur hljómsveitarinnar Melchior.

Útvarpsfréttir.

Söguþræðir í óperum þykja stundum reyfaralegir, en samt eru margar óperur byggðar á raunverulegum atburðum eða á lífi fólks sem var til í raun og veru. Hvað er langt á milli óperunnar og raunveruleikans? Í þáttaröðinni „Óperan í daglega lífinu“ verða skoðaðar nokkrar óperur sem tengjast raunverulegum atburðum eða mönnum. Flutt verða atriði úr óperunum og söguþráður hennar borinn saman við raunveruleikann sem þær byggjast á. Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Í þessari þáttaröð verða skoðaðar nokkrar óperur sem tengjast raunverulegum atburðum eða mönnum. Flutt verða atriði úr óperunum og söguþráður þeirra borinn saman við raunveruleikann sem þær byggjast á. Óperan „La traviata“ var byggð á skáldsögunni „Kamelíufrúin“ eftir Alexandre Dumas yngri, en skáldsagan var að nokkru leyti byggð á ævi Marie Duplessis, sem hafði verið ástkona Dumas og dó ung úr berklum. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari. Umsjón: Héðinn Halldórsson.

Útvarpsfréttir.

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Flutt er brot úr Morgunglugga dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.

Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsaga þáttarins:
Gilitrutt (Ísland)
Leikraddir:
Agnes Wild
Karl Pálsson
Sigurður Ingi Einarsson
Sigríður Halldórsdóttir
Tónlist
Gilitrutt - Siggi&Ingibjörg
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg 30.maí sl
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg 30.maí 2025
Efnisskrá
Benjamin Britten Four Sea Interludes, úr Peter Grimes
Benjamin Britten Fiðlukonsert
Kaija Saariaho Lumière et Pesanteur
Jean Sibelius Sinfónía nr. 3
Hljómsveitarstjóri
Tabita Berglund
Einleikari
Ava Bahari
Hin sænska Ava Bahari leikur hér Fiðlukonsert Benjamins Britten sem er sívinsælt meistaraverk, uppfullt af tilfinningaþrunginni dramatík og leikandi lagrænu. Bahari er einn fremsti, ungi fiðluleikari Norðurlanda nú um stundir. Hún þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar aðeins 8 ára gömul en þar er hún einmitt staðarlistamaður á yfirstandandi starfsári. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir fiðluleik sinn og kemur á næstunni fram sem einleikari með hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveitir Lundúna og Helsinki, Sinfóníuhljómsveitina í Tokyo og BBC-þjóðarhljómsveitina í Wales en Bahari útskrifast í vor frá Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín.
Tónleikarnir hefjast á öðru verki eftir Britten, Four Sea Interludes, eða Fjórum sjávarmyndum, sem upphaflega voru leiknar milli atriða í óperu Brittens, Peter Grimes, frá 1945. Myndirnar leiða áheyrendur um staði og tíma í framvindu óperunnar, Jafnframt því að endurspegla tilfinningalega óreiðu söguhetjunnar.
Lumière et Pesanteur eftir Kaiju Saariaho er djúphugult og leiðslukennt verk sem býr yfir sterkri trúarlegri tengingu. Saariaho var eitt þekktasta samtímatónskáld Finna en hún lést árið 2023. Lokaverkið á efnisskránni er hins vegar hin stórglæsilega þriðja sinfónía Sibeliusar, sem segja má að umfaðmi áheyrendur með sinni þokkafullu og tæru nálgun á hið sinfóníska form. Það er Tabita Berglund sem heldur um tónsprotann á þessum tónleikum, en Berglund er ein af fremstu hljómsveitarstjórum Evrópu af yngri kynslóðinni.

Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Umsjón með Hljóðrás ævi minnar hefur Hilmar Oddsson. Hann er kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, en einnig lagasmiður og meðlimur hljómsveitarinnar Melchior.

Skáldsaga Thors Vilhjálmssonar - Óp bjöllunnar - kom út árið 1970.
Höfundur las söguna fyrir útvarpið árið 1981


Veðurfregnir kl. 22:05.

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Tónlistarþættir frá 2009 í umsjón Ólafar Sigursveinsdóttur.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.


Útvarpsfréttir.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.


Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Tónlist að hætti hússins.