15:03
Perlur

Í þættinum er leikin jólatónlist, gömul og ný, rætt er um heilagan Þorlák, leikin tónlist úr Þorlákstíðum og fleiri jólasálmar, m.a. eftir Einar Sigurðsson í Heydölum og Stefán Ólafsson frá Vallanesi, Leif Þórarinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Egil Gunnarsson, svo og þjóðlög.
Flytjendur tónlistar: Hamrahlíðarkórinn ; Marta Guðrún Halldórsdóttir ; Háskólakórinn ; Hljómeyki ; Savanna tríóið.
Endurflutt er erindi Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar, frá því í desember 1948, þar sem hann ræðir um sólstöðuhátíðina sem breyttist í kristna hátíð eftir fæðingu drengsins sem skírður var Jesú og nefndur Jesú Kristur.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 46 mín.
e