16:05
Tónhjólið
Tímans kviða - Píanókvartettinn Negla í Tíbrá
Tónhjólið

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari, Anna Elísabet Sigurðardóttir víóluleikari, Harnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanoleikari skipa píanókvartettinn Neglu, sem hélt tónleika undir fyrirsögninni Tímans kviða í Salnum í Kópavogi 23. febrúar sl.

Elísabet Indra Ragnarsdóttir átti tónleikaspjall við listakonurnar.

Birgir Jón Birgisson hljóðritaði.

Efnisskrá:

Frank Bridge (1879-1941): Fantasía fyrir píanókvartett í fís-moll, H. 94 (12')

Lee Hoiby (1926-2011): Dark Rosaleen fyrir píanókvartett, Op. 67 (20)'

Antonín Dvořák (1841-1904): Píanókvartett nr. 1 í D-dúr, Op. 23 (33')

Umsjón: Pétur Grétarsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 19 mín.
,