Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Stefnt er á að nýtt fyrirkomulag gjaldheimtu af bílum taki gildi um áramót. Nýja kerfinu er ætlað að mæta minnkandi tekjum ríkissjóðs af núverandi kerfi - ríkið leggur jú dágóða summu ofan á bensínverðið en með fleiri rafmagnsbílum missir ríkissjóður spón úr þeim aski. Runólfur Ólafsson hjá FÍB fór yfir málið með okkur.
Í Berlínarspjalli fór Arthúr Björgvin Bollason yfir umræður um Angelu Merkel, fyrrverandi kanslara Þýskalands, en það vakti athygli að hún þekktist á dögunum heimboð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Arthúr Björgvin sagði líka frá könnun á ánægju Þjóðverja með borgir og fylki, og umfjöllun um Njálu í þýsku stórblaði.
Norðurslóðir standa á krossgötum. Vaxandi áhrif loftslagsbreytinga, aukin spenna á alþjóðavettvangi og félagslegar umbreytingar valda þessu. Við ræddum um Norðurslóðir þegar Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, doktorsnemsi og verkefnastjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, kom til okkar. Hún ræddi líka um stöðu Kína og samskiptin við Rússland.
Tónlist:
Cliff Richard - Summer holiday.
Cliff Richard - We don't talk anymore.
Marlene Dietich - Einen Koffer in Berlin.
Sigurður Flosason, Legardh, Cathrine - Skovens vidner.



Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við tölum um flensuna í þætti dagsins. Umsjónarmönnum Mannlega þáttarins hafa borist fregnir af fólki sem hefur veikst nokkuð kröftuglega af inflúensu í þessum mánuði, sem okkur þykir nú full snemmt, október er rétt að verða hálfnaður. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ætlar að spjalla við okkur um inflúensu, hvernig hún hegðar sér - er hún óvenju snemma á ferðinni? Og viðbrögðin - eru bólusetningar t.d. hafnar?
Prótein virðist vera heilsuorð haustsins og aukin prótein-inntaka er eitthvað sem víða er mælt með. En í frumskógi upplýsinga er oft erfitt að finna rétt svör og þá leitar maður til fagfólksins. Þórhallur Ingi Halldórsson er prófessor við matvæla og næringarfræðideild, við spyrjum hann út í neyslu próteina og hvort hættulegt sé að borða of mikið af því.
Í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni tölum við meðal annars um kakó en kakóræktun er viðkvæm fyrir veðurfarssveiflum og breytingum. 60-70% af öllu kakói kemur frá tveimur ríkjum í Afríku og ef veður svíkur þar er umtalsverð hætta á að heimsmarkaðsverð á kakói margfaldist. Við ræðum líka um sumarveðráttuna á Íslandi og fleira.
Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir
Tónlist í þætti dagsins:
Haraldur Reynisson - Hámenningin.
Fjallabræður og Lay Low - Hvíl í ró.
Hjálmar og Prins Póló - Grillið inn.

Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fjölfatlaður fjögurra ára drengur frá Venesúela fær ekki vernd eða mannúðarleyfi til að setjast að á Íslandi. Þetta er niðurstaða Útlendingastofnunar frá því í byrjun október.
Drengurinn heitir Elían og er með klofinn hrygg, vatnshöfuð og er bundinn við hjólastól og næringarinntöku í gegnum sondu.
Móðir Elíans, Leidy Díaz, ætlar að áfrýja synjuninni til kærunefndar útlendingamála.
Rætt er við Leidy í Þetta helst í dag og fjallað um mál hennar og sonar hanns. Lögmaður hennar, Jón Sigurðsson, segir að mál Elíans sé án hliðstæðu hér á landi.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
144 stúlkur frá tíu knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni SKORA sem Sigurður Skúli Benediktsson, aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, stóð fyrir ásamt fleirum. Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að kanna tengsl á milli getuskiptingar og ánægju á meðal íslenskra 12 ára stúlkna í knattspyrnu. Við ræðum niðurstöður rannsóknarinnar við Sigurð Skúla.
Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, er haldið í Hörpu 16-18 október. Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á starf Heimskautsráðsins og hefur gert það að verkum að Arctic Circle er orðinn mikilvægur alþjóðlegur vettvangur til að ræða framtíð Norðurslóða. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ætlar að segja okkur frá starfi Arctic Circle í síbreytilegum heimi.
Almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins Læsi á stöðu og baráttu kvenna í tilefni af Kvennaári 2025. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með lestur, samveru og bókmenntir í forgrunni. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Hólmfríður María Bjarnadóttir, sérfræðingur á Borgarbókasafninu settust niður með Ástrós Signýjardóttur og ræddu við hana um stöðu jafnréttisbaráttunnar og fjölbreytta dagskrá á bókasöfnum landsins á næstu vikum.
Tónlist í þætti:
Álfablokkin - KK Band
A Little Grim - Ólöf Arnalds
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Líf Einars Arnar Benediktssonar hefur verið samofið listinni alla tíð og þá ekki bara tónlist, þó að hann sé líklega þekktastur fyrir hana, heldur einnig myndlist og list orðsins. Það er þó tónlistarmaðurinn Einar Örn sem er í öndvegi í Straumum, enda hefur hann verið viðloðandi tónlist ýmist einn eða í mörgum hljómsveitum frá því hann kom fram á sjónarsviðið með Purrknum fyrir hálfum fimmta áratug eða svo.
Lagalisti:
Pakk - Í sokk
The Second Coming - Bar Tender
101 Reykjavík - Bar Beaten (101 Terror City)
Laus skrúfa - Laus skrúfa
The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows - Huldufólk - Bonus Track
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Ertu búinn að vera að reyna að ná í mig kallast ný ópera eftir Guðmund Stein Gunnarsson sem verður sýnd á Óperudögum. Leikstjóri er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir en Heiða Árnadóttir fer með aðal og eina hlutverkið, en hún leikur margar persónur. Allar persónur verksins eru einar og einmana og segist Guðmundur reyna að kanna í verkinu hvort að samskipti séu yfir höfuð möguleg. Guðmundur Steinn og Heiða verða gestir okkar í dag.
Katla Ársælsdóttir segir frá Dublin Finge leiklistarhátíðinni og Dalrún Kaldakvísl flytur pistil um ráðskonur fyrri alda.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á næsta ári fagna Bandaríkjamenn því að 250 ár eru frá því að lýðveldi þeirra var stofnað. Margir sérfræðingar segja þó að staða réttarríkisins og lýðræðisins í þessu valdamesta lýðræðisríkis sögunnar hafi sjaldan ef aldrei verið í jafn mikilli hættu. Í þáttaröðinni okkar Konungssinnar í Kísildal kom Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og talaði um stofnun Bandaríkjanna, en okkur langaði að fá hann til okkar aftur og nú til að greina stöðuna í dag, hvort amerískt lýðræði sé raunverulega í hættu.
Við fjöllum svo um heimildarmyndina Paradís amatörsins sem var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor. Myndin notast meðal annars við mikið magn heimamyndbanda sem fjórir ólíkir menn birtu af hversdagslífi sínu á Youtube.
Atli Bollason heldur svo áfram að velta fyrir sér frama og fegurð í pistlaröðinni Ekki slá í gegn! Nú finnur hann hetju í kvikmyndapersónunni Dude úr The Big Lebowski.
Fréttir
Fréttir
Bankastjóri Íslandsbanka segir það ekki áfellisdóm yfir bankanum þótt lánaskilmálar hans hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í Hæstarétti í dag.
Endurreikna þarf þúsundir fasteignalána en í mörgum tilfellum verða áhrifin á lántaka engin.
Rafmagn var tekið af nokkrum héruðum í Úkraínu í dag eftir loftárásir Rússa á orkukerfi þar í landi.
Tölvur sem nota Windows 10 stýrikerfið gætu orðið berskjaldaðar fyrir hvers konar árásum á næstu mánuðum. Microsoft hætti í dag að þjónusta kerfið.
Hreppsnefnd Tjörneshrepps mat siðferðislega rangt að taka við fólksfækkunarframlagi uppá tæpar 248 milljónir. Oddiviti segist hafa heimildir fyrir því að framlagið hafi flýtt áformum um möguleika á þvinguðum sameiningum fámenra sveitarfélaga.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þegar Play lagðist á hliðina í lok september óskaði Spegillinn eftir þeim gögnum sem kynnu að hafa verið útbúin í tengslum við fjárhagsvandræði flugfélagsins og gjaldþrot frá forsætisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, atvinnuvegaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu.
Ítrekað hafði verið fjallað um fjárhagsvandræði Play í fjölmiðlum en skyndilegt fall kom flestum í opna skjöldu. Nærri tuttugu þúsund farþegar urðu fyrir skakkaföllum þegar ferðum félagsins var skyndilega hætt og sumir urðu að reiða fram háar upphæðir til að komast heim.
Árum saman hefur ríkt ósamkomulag um skiptingu kvóta úr öllum deilistofnum uppsjávarfisks sem Íslendingar eiga hlutdeild að, nema loðnu, og jafn lengi hefur verið veitt langt umfram veiðiráðgjöf vísindamanna. Deilistofnar eru fiskistofnar sem Ísland nýtir sameiginlega með öðrum þjóðum og ganga ýmist milli lögsagna ríkjanna eða um alþjóðlegt hafsvæði. Í þessu tilfelli eru þetta makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.
Íbúar í Múlaþingi eru ánægðari með aðgengi sitt að stjórnsýslu sveitarfélagsins en íbúar Ísafjarðarbæjar. Þetta sýna tvær nýjar rannsóknir. Þeim var ætlað að leiða í ljós hver væri besta leiðin til að tryggja að enginn verði undir þegar nýtt og öflugra sveitarfélag verður til úr nokkrum minni.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
Fiðlukonsert í h-moll op. 61 eftir Edward William Elgar. Guðný Guðmunsdóttir leikur einleik á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi er James Loughran.
Fiðlukonsertinn er í þremur þáttum:
1. Allegro
2. Andante
3. Allegro molto
Útg. 2003 á plötunni Fiðlukonsertar.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
144 stúlkur frá tíu knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni SKORA sem Sigurður Skúli Benediktsson, aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, stóð fyrir ásamt fleirum. Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að kanna tengsl á milli getuskiptingar og ánægju á meðal íslenskra 12 ára stúlkna í knattspyrnu. Við ræðum niðurstöður rannsóknarinnar við Sigurð Skúla.
Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, er haldið í Hörpu 16-18 október. Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á starf Heimskautsráðsins og hefur gert það að verkum að Arctic Circle er orðinn mikilvægur alþjóðlegur vettvangur til að ræða framtíð Norðurslóða. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ætlar að segja okkur frá starfi Arctic Circle í síbreytilegum heimi.
Almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins Læsi á stöðu og baráttu kvenna í tilefni af Kvennaári 2025. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með lestur, samveru og bókmenntir í forgrunni. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Hólmfríður María Bjarnadóttir, sérfræðingur á Borgarbókasafninu settust niður með Ástrós Signýjardóttur og ræddu við hana um stöðu jafnréttisbaráttunnar og fjölbreytta dagskrá á bókasöfnum landsins á næstu vikum.
Tónlist í þætti:
Álfablokkin - KK Band
A Little Grim - Ólöf Arnalds
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Silja Aðalsteinsdóttir les, hljóðritun frá 1974.- Gísla saga er ein af hinum vinsælustu Íslendingasögum.
Tilfinningar sögufólksins birtast þar miklu berlegar en í flestum öðrum sögum. Þetta er saga um heitar ástir, sterka tryggð og mikla ógæfu sem þjóðin hefur lifað sig inn í, enda er það sorglegast hversu fer um samskipti náinna skyldmenna og venslafólks. Hæst ber útlagann Gísla Súrsson og hina kjarkmiklu og traustu eiginkonu hans, Auði Vésteinsdóttur. Gísla saga hefur á undanförnum áratugum verið lesin öðrum fornsögum meira í framhaldsskólum á Íslandi og Ágúst Guðmundsson gerði eftir henni kvikmyndina Útlagann. Hvort tveggja sýnir hve háan sess hún skipar.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við tölum um flensuna í þætti dagsins. Umsjónarmönnum Mannlega þáttarins hafa borist fregnir af fólki sem hefur veikst nokkuð kröftuglega af inflúensu í þessum mánuði, sem okkur þykir nú full snemmt, október er rétt að verða hálfnaður. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ætlar að spjalla við okkur um inflúensu, hvernig hún hegðar sér - er hún óvenju snemma á ferðinni? Og viðbrögðin - eru bólusetningar t.d. hafnar?
Prótein virðist vera heilsuorð haustsins og aukin prótein-inntaka er eitthvað sem víða er mælt með. En í frumskógi upplýsinga er oft erfitt að finna rétt svör og þá leitar maður til fagfólksins. Þórhallur Ingi Halldórsson er prófessor við matvæla og næringarfræðideild, við spyrjum hann út í neyslu próteina og hvort hættulegt sé að borða of mikið af því.
Í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni tölum við meðal annars um kakó en kakóræktun er viðkvæm fyrir veðurfarssveiflum og breytingum. 60-70% af öllu kakói kemur frá tveimur ríkjum í Afríku og ef veður svíkur þar er umtalsverð hætta á að heimsmarkaðsverð á kakói margfaldist. Við ræðum líka um sumarveðráttuna á Íslandi og fleira.
Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir
Tónlist í þætti dagsins:
Haraldur Reynisson - Hámenningin.
Fjallabræður og Lay Low - Hvíl í ró.
Hjálmar og Prins Póló - Grillið inn.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á næsta ári fagna Bandaríkjamenn því að 250 ár eru frá því að lýðveldi þeirra var stofnað. Margir sérfræðingar segja þó að staða réttarríkisins og lýðræðisins í þessu valdamesta lýðræðisríkis sögunnar hafi sjaldan ef aldrei verið í jafn mikilli hættu. Í þáttaröðinni okkar Konungssinnar í Kísildal kom Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og talaði um stofnun Bandaríkjanna, en okkur langaði að fá hann til okkar aftur og nú til að greina stöðuna í dag, hvort amerískt lýðræði sé raunverulega í hættu.
Við fjöllum svo um heimildarmyndina Paradís amatörsins sem var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor. Myndin notast meðal annars við mikið magn heimamyndbanda sem fjórir ólíkir menn birtu af hversdagslífi sínu á Youtube.
Atli Bollason heldur svo áfram að velta fyrir sér frama og fegurð í pistlaröðinni Ekki slá í gegn! Nú finnur hann hetju í kvikmyndapersónunni Dude úr The Big Lebowski.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Ísland gerði öflugt jafntefli við sterkt lið Frakka í undankeppni HM í gærkvöldi. Hörður Magnússon, sparkspekingur, verður gestur minn í upphafi þáttar þegar við leggjumst yfir leikinn og tækifærin á að komast á þetta stórmót.
Vaxtamálið svokallaða verður leitt til lykta síðdegis í dag. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræðir málið og áhrif þess.
Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, ræðir eld í iðnaðarhúsi á Siglufirði.
Á Alþingi í dag fer fram fyrsta umræðu um frumvarp Sjálfstæðismanna um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem meðal annars er lagt til að efla heimildir ríkissáttasemjara. Ég ræði við Jens Garðar Helgason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Kristján Þórð Snæbjarnarson, þingmann Samfylkingarinnar.
Inga Huld Sigurðardóttir, grunnskólakennari og móðir tveggja ungmenna, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hún spurði hvar íslensku ungmennabækurnar eru og setti í samhengi við umræðuna um bækur Halldórs Laxness í síðustu viku. Hún verður á línunni frá Akureyri.
Viðskiptablaðið fjallaði um helgina um möguleg efnahagsleg áhrif af nýjum þjóðarleikvangi. Ég ræði kostnað og tækifæri hvað varðar tekjur við Jóhann Má Helgason, sparkspeking og sérfræðing í fjármálum knattspyrnufélaga.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Þriðjudagsþema þáttarins var gallabuxur, spiluð voru lög um gallabuxur og saga buxnanna sagðir í mjög stuttu máli, ekki Bond lagið var spilað, afar fengu sitt pláss og Robbie Williams frestaði sjálfum sér vegna Taylor Swift.
Lagalisti þáttarins:
SUGARCUBES - Plánetan.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
BAND OF HORSES - No One's Gonna Love You.
STEVE BAND MILLER - Fly Like An Eagle.
Carpenter, Sabrina - Tears.
Wolf Alice hljómsveit - Just Two Girls.
Portishead - All Mine.
Jones, Tom Söngvari, Divine Comedy, The - All mine.
Sinatra, Nancy - You only live twice.
sombr - Undressed.
THE BLACK KEYS - Howlin' For You.
PAVEMENT - Major Leagues.
LILY ALLEN - Not Fair.
THE BEACH BOYS - In My Room.
Guðmundur Rúnar Lúðvíksson - Gallabuxur.
Blur - Blue jeans.
Magnús Þór Sigmundsson - Blue Jean Queen.
Lana Del Rey - Blue Jeans.
BEN E. KING - Stand By Me.
SSSól, Síðan skein sól - Toppurinn.
DAVID BOWIE - The Jean Genie.
MADNESS - Baggy Trousers.
Young, Lola - d£aler.
Crookes, Joy - Somebody To You.
IAN BROWN - Whispers.
Gallagher, Liam - Chinatown (bonus track mp3).
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Byrne, David, Ghost Train Orchestra - Everybody Laughs.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Það Er Bara Þú.
CHARLATANS - The Only One I Know.
FACES - Stay With Me.
PAUL McCARTNEY & WINGS - Maybe I'm Amazed.
Role Model - Sally, When The Wine Runs Out.
Possibillies - Handaband.
ROBBIE WILLIAMS & NICOLE KIDMAN - Something Stupid.
Swift, Taylor - Opalite.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Waiting In Vain.
Florence and the machine - Everybody Scream.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
Jóhann Helgason Tónlistarmaður - All I want.
BLIND FAITH - Can't Find My Way Home.
HJALTALÍN - Stay by You.
Portugal. The man - Silver Spoons.
Sigur Rós - Viðrar vel til loftárása.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars og Margrét Maack skiptu með sér Popplandi. Árni Matt fór undir yfirborðið og alla leið til Filipseyja og ræddi gervigreind og sagði frá tónlist dragdrottingarinnar Vinjas DeLuxe. Jóhann Helgason á plötu vikunnar - JH.
Snorri Helgason – Torfi á Orfi
Páll Óskar & Benni Hemm Hemm – Eitt af blómunum
Páll Óskar & Benni Hemm Hemm – Heimilið
Edward Sharpe & The Magnetic Zeros – Home
Norah Jones – What Am I to You
RAYE – Where Is My Husband!
Elvis Presley – Burning Love
Maggie Rogers – Don’t Forget Me
Turnstile – Seein’ Stars
Bjarn! & Valborg Ólafsdóttir – Hvert sem er
Kaleo – No Good
Vinjas DeLuxe - Boingga
Wham! – The Edge of Heaven
Daði Freyr – Me and You
Laufey – Mr. Eclectic
Adele – Make You Feel My Love
Krassasig – 1-0
Lenny Kravitz – Fly Away
Tame Impala – Dracula
St. Paul & The Broken Bones – Sushi and Coca-Cola
Foreigner – I Want to Know What Love Is
Fontaines D.C. – Favourite
X Ambassadors – Renegades
Diljá & Valdís – Það kemur aftur vetur
Electric Light Orchestra – Last Train to London
Snorri Helgason – Megi það svo vera
Townes Van Zandt – Pancho and Lefty
Jói Pé & Daniil – Áhyggjur
Dr. Gunni – Allar sætu stelpurnar
Todmobile – Ég heyri raddir
Billy Joel – My Life
Of Monsters and Men – Dream Team
Jóhann Helgason – Stay
Salka Sól Eyfeld – Sólin og ég
Sombr – 12 to 12
Familjen – Det snurrar i min skalle
GKR – Stælar
Sycamore Tree – Forest Rain
Bríet – Takk fyrir allt
GusGus – Moss (Radio Edit)
Jagúar – Disco Diva
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Fyrr í dag féll dómur í Hæstarétti í svokölluðu vaxtamáli sem Neytendasamtökin hófi með skipulagðri málsókn árið 2021 gegn viðskiptabönkunum þremur en dómur féll í málinu gegn Íslandsbanka og bankinn sýknaður í öllum liðum nema einum. Til okkar komu Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður til að ræða niðurstöðuna.
Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt fyrir helgi sína árlegu viðurkenningarathöfn. Í ár er fjöldi viðurkenningarhafa, alls 128 aðilar en það eru þeir þátttakendur sem náð hafa markmiði verkefnisins um jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn / efsta lagi stjórnunar. En hver er afrakstur þess þegar fyrirtæki gæta að því að ráða jafnt í stjórnendastöður? Ásta Dís Óladóttir formaður Jafnvægisvogarinnar og Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko komu til okkar í þáttinn.
Við heyrðum í Atla Steini Guðmundssyni og spurðum hann fregna frá Danmörku og Noregi.
Ragnar Jónasson rithöfundur kíkti í kaffi til okkar strax að loknum fimm fréttum. Það er alltaf nóg að gera hjá Ragnari sem hefur um árabil verið einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims en á dögunum sendi hann frá sér bókina Emilía sem er draugasaga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins, fagnar friðarsamningum á milli Ísraels og Palestínu og hrósar Donald Trump, bandaríkjaforseta í hástert fyrir samkomulagið í færslu á facebook. Sigmundur Davíð var á línunni.
Miklar álögur á bifreiðaeigendur eru í nýjum fjárlögum Ríkisstjórnarinnar ef þær ná fram að ganga, að mati FÍB. Að óbreyttu taka þær gildi um áramótin, eftir aðeins um 10 vikur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdarstjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda, fór yfir tölurnar með okkur.
Fréttir
Fréttir
Bankastjóri Íslandsbanka segir það ekki áfellisdóm yfir bankanum þótt lánaskilmálar hans hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í Hæstarétti í dag.
Endurreikna þarf þúsundir fasteignalána en í mörgum tilfellum verða áhrifin á lántaka engin.
Rafmagn var tekið af nokkrum héruðum í Úkraínu í dag eftir loftárásir Rússa á orkukerfi þar í landi.
Tölvur sem nota Windows 10 stýrikerfið gætu orðið berskjaldaðar fyrir hvers konar árásum á næstu mánuðum. Microsoft hætti í dag að þjónusta kerfið.
Hreppsnefnd Tjörneshrepps mat siðferðislega rangt að taka við fólksfækkunarframlagi uppá tæpar 248 milljónir. Oddiviti segist hafa heimildir fyrir því að framlagið hafi flýtt áformum um möguleika á þvinguðum sameiningum fámenra sveitarfélaga.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þegar Play lagðist á hliðina í lok september óskaði Spegillinn eftir þeim gögnum sem kynnu að hafa verið útbúin í tengslum við fjárhagsvandræði flugfélagsins og gjaldþrot frá forsætisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, atvinnuvegaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu.
Ítrekað hafði verið fjallað um fjárhagsvandræði Play í fjölmiðlum en skyndilegt fall kom flestum í opna skjöldu. Nærri tuttugu þúsund farþegar urðu fyrir skakkaföllum þegar ferðum félagsins var skyndilega hætt og sumir urðu að reiða fram háar upphæðir til að komast heim.
Árum saman hefur ríkt ósamkomulag um skiptingu kvóta úr öllum deilistofnum uppsjávarfisks sem Íslendingar eiga hlutdeild að, nema loðnu, og jafn lengi hefur verið veitt langt umfram veiðiráðgjöf vísindamanna. Deilistofnar eru fiskistofnar sem Ísland nýtir sameiginlega með öðrum þjóðum og ganga ýmist milli lögsagna ríkjanna eða um alþjóðlegt hafsvæði. Í þessu tilfelli eru þetta makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.
Íbúar í Múlaþingi eru ánægðari með aðgengi sitt að stjórnsýslu sveitarfélagsins en íbúar Ísafjarðarbæjar. Þetta sýna tvær nýjar rannsóknir. Þeim var ætlað að leiða í ljós hver væri besta leiðin til að tryggja að enginn verði undir þegar nýtt og öflugra sveitarfélag verður til úr nokkrum minni.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Kristmundur Axel ásamt Gdrn - Blágræn
Snorri Helgason - Megi það svo vera
Tár - Remember
Malen - Leave it at Goodbye
Svala Björgvins - Þitt fyrsta bros
Paradísa - Icon
Júlía - Elskan

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Ásgeir Trausti - Ferris Wheel.
La's, The - There she goes.
Páll Óskar, Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum.
Zombies, The - Summertime.
Black Keys, The - On Repeat.
Mugison - Til lífins í ást.
Cat Power - I Think Of Angels.
Blondshell, Perez, Gigi - Arms
Iron and Wine - Call it dreaming
Big Thief - Los Angeles.
SUFJAN STEVENS - mystery of love.
Kári the Attempt, Númer 3 - Augasteinar.
Haim, Bon Iver - Tie you down.
Florence and the machine - Everybody Scream.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Charlatans, The - Deeper and Deeper.
Geese - 100 Horses.
U2 - Mysterious Ways.
Thundercat - I Wish I Didn't Waste Your Time.
Phantogram - Earthshaker
Yukimi, Little Dragon - Get It Over.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
All Seeing I, The, Krahn, Tiana - Beat goes on.
Fcukers - I Like It Like That.
Gugusar - Nær.
Paul Kalkbrenner - Dreaming on.
Amyl and the Sniffers, Fred again.. - You're a star.
Izleifur - Vera hann.
Olivia Dean - Man I Need.
Taylor Swift - The Fate of Ophelia.
Of Monsters and Men - Dream Team.
National, The - Mistaken for strangers.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Tame Impala - Dracula.
The Dead Weather - I Cut Like A Buffalo.
Say She She - Disco Life.
Gorillaz ft. Trueno & Proof – The Manifesto
GKR - Stælar
Saint Etienne & Confidence Man - Brand New Me
Raye - Where Is My Husband
Grandmaster Flash & Melle Mel - White Lines
Tyler, the Creator - Sugar On My Tongue
Artemas - Superstar
Run DMC - It's Like That
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson