Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um það þegar þýska vikuritið Stern tilkynnti árið 1983 að dagbækur Adolfs Hitlers frá árum hans sem leiðtogi Þýskalands hefðu fundist.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er að þessu sinni platan I Put a Spell on You með Ninu Simone. Platan kom út árið 1965 hjá Philips Records. Lögin á plötunni eru eftir ýmsa höfunda og þar heyrast til dæmis frægar túlkanir Ninu Simone á lögunum I put a spell on you, Ne me quittes pas og Feeling good.
Hlið 1:
1. I Put a Spell on You
2. Tomorrow Is My Turn
3. Ne me quitte pas
4. Marriage Is for Old Folks
5. July Tree
6. Gimme Some
Hlið 2:
7. Feeling Good
8. One September Day
9. Blues on Purpose
10. Beautiful Land
11. You've Got to Learn
12. Take Care of Business
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Heimsókn í Gljúfrastein, hús skáldsins Halldórs Laxness og konu hans Auðar. Gengið er um stofur, hlað og garð með Guðnýju Dóru Gestsdóttur safnstjóra. Aðeins er spilað af hljóðbandi sem notað er til leiðsagnar fyrir gesti safnsins. Þar heyrist í Auði og Halldóri Laxness og Þorsteini J. Vilhjálmssyni. Auk þess eru leikin lög sem gerð hafa verið við ljóð skáldsins.

Veðurstofa Íslands.
„Hverra manna ert þú?“ er algeng spurning hér á landi þegar maður hittir einhvern í fyrsta sinn. En hvað ef við spyrjum aðra manneskju þessarar spurningar og svarið leiðir út fyrir landsteinana? Í þáttaröðinni Hverra manna segja bæði innfæddir Íslendingar og innflytjendur frá ömmum og öfum sínum af erlendum uppruna; ömmur og afar sem ólu þau upp, gáfu þeim innsýn inn í fortíðina eða hjálpuðu þeim að skilja sjálfa sig.
Umsjón: Jelena Ćirić
Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson
Myndirnar sem prýða kynningarefni eru af Salah el Din Hafez Awad og Afaf (Fifi) Abdel Lazim Lotfy.
Jelena Bjeletić segir frá ömmu sinni Stamenku sem ól hana upp í serbnesku sveitinni og birtist henni reglulega í gegnum annað fólk.
Viðmælandi: Jelena Bjeletić
Tónlist:
Nick Drake – Horn
Hljómsveitin frá Radujevac – Doina si ora din radujevac
Vasilija Radojčić – Veseli se kućni domaćine
Þorleifur Gaukur Davíðsson – Passing of Time
Jónsi – Heaven
Serbnesk þjóðlagatónlist: Karanfile, cveće moje; Nema raja bez rodnoga kraja
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins voru Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins.
Upphaf þingvetursins var í brennidepli þáttarins. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var rædd, fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í vikunni sem og ný skýrsla þverpólitísks starfshóps um nýja öryggis- og varnarstefnu.
Umsjón: Magnús Geir Eyjólfsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Útvarpsfréttir.
Hlé er á viðræðum um vopnahlé í Úkraínu, segir talsmaður stjórnvalda í Rússlandi. Hann gefur fjölmiðlum ekki upp hvort tímasetning næstu viðræðna hafi verið ákveðin.
Á bilinu 120 til 140 einstaklingum er vísað til transteymis fullorðinna á ári hverju. Heilbrigðisráðherra segir töluvert skorta á þekkingu fólks á heilbrigðsþjónustu við trans fólk.
Hert hefur verið enn frekar að frelsi fólks í Norður-Kóreu. Dæmi eru um aftökur fyrir það eitt að horfa á erlent sjónvarpsefni.
Formaður Landverndar segir ný loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar sannfærandi en segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma. Vinna þurfi hratt á skömmum tíma ef Ísland á að ná kolefnishlutleysi árið 2040.
Ekkja íhaldssama áhrifavaldsins Chalie Kirk, sem var myrtur á miðvikudag, ávarpaði stuðningsmenn í gærkvöld. Hún hét því að leyfa arfleifð hans ekki að deyja út og hvatti fólk til að ganga til liðs við samtökin sem hann stofnaði.
Sterkasta stelpa í heimi er áttatíu ára í ár. Af því tilefni blæs Norræna húsið til veislu í dag - og leikritið Lína Langsokkur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.
Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hófst í Tókíó í Japan í nótt. Þrír Íslendingar keppa á mótinu í ár.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Hryllingurinn á Gaza og grimmdarverk Ísraels hafa verið heimsbyggðinni ljós í bráðum tvö ár. Á síðustu misserum hefur afstaða stjórnvalda víða um heim harðnað mjög og nú eru evrópskir þjóðarleiðtogar farnir að kalla hernað Ísraela þjóðarmorð. En hvernig er þjóðarmorð skilgreint og hvað breytist ef hernaður Ísraela er flokkaður sem þjóðarmorð?
Í seinni hluta þáttarins ætlum við að huga að geðheilsu þeirra sem fremja voðaverk. Kveikjan er bók sem kom út 2013 sem lýsir sambandi geðlæknisins Douglas M. Kelley við Hermann Göring sem honum var gert að meta í aðdraganda Nuremberg réttarhaldanna. Saga sem nú er búið að gera bíómynd um, þar sem Russel Crowe bregður sér í vel fóðrað gervi Görings.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Er bókastaflinn að sliga þig? Siturðu uppi með ritsöfnin hans langafa og
veist ekki hvað þú átt að gera við þau. Í þessum þætti er þeirri spurningu velt upp hvort það sé
dauðasynd að fleygja bók? Rætt verður við sérfræðinga á þessu sviði, þá Bjarna Harðarson og
Eirík Ágúst Guðjónsson fornbókasala en einnig fáum við sjónarhorn Sigríðar Hagalín
Björnsdóttur rithöfundar á því hvort það sé tilfinningalega sárt þegar bókunum hennar er hent.
Umsjón: Guðrún Lilja Magnúsdóttir
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Fjölnismenn skrifuðu á 19. öld: Eínginn þarf að furða sig á þessu um tímaritin, því þau eru rödd tímans... Í dag beinum við athygli okkar að bókmenntatímaritum sem hafa komið út á Íslandi svo gott sem frá upphafi almennrar tímaritaútgáfu. Skírnir, elsta tímarit á Íslandi sem enn kemur út, fjallar einum þræði um bókmenntir auk heimspeki, sagnfræði og fleiri svið. Eins og sakir standa nú þegar fjórðungur er liðinn af 21. öld er enn líf og velta í þessum bransa og þótt líftími bókmenntatímarita sé almennt stuttur er mikil gróska og mikilvægi þeirra til að lyfta upp grasrót og ögra ríkjandi hugmyndakerfum er mikið fyrir heilbrigt bókmenntavistkerfi.
Viðmælendur: Þröstur Helgason, Amanda Líf Fritzdóttir, Þórdís Helgadóttir, Katla, Þórhallur og Tómas.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Freysteinn Gíslason - To Somewhere.
Guðmundur Ingólfsson Tónlistarm., Pálmi Gunnarsson, Guðmundur St. Steingrímsson Tónlistarm., Björn Thoroddsen - Blús fyrir Birnu.
Ellington, Duke, Hodges, Johnny - Basin street blues.
Count Basie and his Orchestra, Basie, Count - Shiny stockings.
Shearing, George - I hear a rhapsody.
Karl orgeltríó, Rebekka Blöndal - Því ég sakna þín.
Ingi Bjarni Trio - Impulsive.
Garchik, Jacob, O'Farrill, Adam, Fujiwara, Tomas, Brennan, Patricia, Dunston, Nick, Halvorson, Mary - The Gate.
Stórsveit Reykjavíkur, Björn Thoroddsen, Jóel Pálsson - Kir.
Roach, Max - Driva' man.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um það þegar þýska vikuritið Stern tilkynnti árið 1983 að dagbækur Adolfs Hitlers frá árum hans sem leiðtogi Þýskalands hefðu fundist.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Tríó Sigurðar Flosasonar leikur lögin Some Other Spring, Good Morning Heartache, Trav'lin' Light, Lady Sings The Blues, I'm A Fool To Want You og If The Moon Turns Green. Jamie Cullum syngur lögin Next Year Baby, What A Difference A Day Makes, But For Now, I Get A Kick Out Of You, All At Sea og Twenty Something. Tenórsaxófónleikarinn Joe Lovano flytur lögin South Of The Border, This Love Of Mine, Imagination, The Song Is You og Chicago.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan leikur nokkur lög með djass söngkonunum Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, og með hljómsveitum klarínettleikaranna Artie Shaw og Bennie Goodman.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins voru Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins.
Upphaf þingvetursins var í brennidepli þáttarins. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var rædd, fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í vikunni sem og ný skýrsla þverpólitísks starfshóps um nýja öryggis- og varnarstefnu.
Umsjón: Magnús Geir Eyjólfsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Leikarinn og skemmtikrafturinn Björgvin Franz Gíslason tók sig upp í covid og flutti til Bandaríkjanna þar sem hann fór í mastersnám, klessti á kulnunarvegginn og breytti lífi sínu. Hann segir okkur í fimmu vikunnar frá fimm áhrifavöldum sem hjálpa honum að finna leiðir í lífi og tilveru. Svo kemur Raggi Bjarna, mamma hans Edda Björgvins og Borgarleikhúsið auðvitað við sögu.
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Sandra Barilli og Gísli Marteinn leiða hlustendur í gegnum laugardagsmorgun og spjalla um kaffi, tónlist og íþróttir og fá til sín Ragnar Ísleif Bragason leikskáld.
Birnir, Logi Pedro Stefánsson - Dúfan mín.
Vigdís Hafliðadóttir, Krullur - Elskar mig bara á kvöldin.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR - Ég gef þér allt mitt líf.
Ilmur Kristjánsdóttir - Lína langsokkur.
Bubbi Morthens - Serbinn.
LEONARD COHEN - So Long Marianne.
Of Monsters and Men - Ordinary Creature.
Benni Hemm Hemm - Hvað eigum við að gera í dag? (Töfragarðslagið).
Houston, Whitney - Run to you.
Kristján Saenz - Kallaðu á mig.
Isadóra Bjarkardóttir Barney, Örn Gauti Jóhannsson, Matthews, Tom Hannay, Vilberg Andri Pálsson - Stærra.
Útvarpsfréttir.
Hlé er á viðræðum um vopnahlé í Úkraínu, segir talsmaður stjórnvalda í Rússlandi. Hann gefur fjölmiðlum ekki upp hvort tímasetning næstu viðræðna hafi verið ákveðin.
Á bilinu 120 til 140 einstaklingum er vísað til transteymis fullorðinna á ári hverju. Heilbrigðisráðherra segir töluvert skorta á þekkingu fólks á heilbrigðsþjónustu við trans fólk.
Hert hefur verið enn frekar að frelsi fólks í Norður-Kóreu. Dæmi eru um aftökur fyrir það eitt að horfa á erlent sjónvarpsefni.
Formaður Landverndar segir ný loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar sannfærandi en segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma. Vinna þurfi hratt á skömmum tíma ef Ísland á að ná kolefnishlutleysi árið 2040.
Ekkja íhaldssama áhrifavaldsins Chalie Kirk, sem var myrtur á miðvikudag, ávarpaði stuðningsmenn í gærkvöld. Hún hét því að leyfa arfleifð hans ekki að deyja út og hvatti fólk til að ganga til liðs við samtökin sem hann stofnaði.
Sterkasta stelpa í heimi er áttatíu ára í ár. Af því tilefni blæs Norræna húsið til veislu í dag - og leikritið Lína Langsokkur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.
Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hófst í Tókíó í Japan í nótt. Þrír Íslendingar keppa á mótinu í ár.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Í næsta þætti Lagalistans á Rás 2 sest Þráinn Kolbeinsson, ljósmyndari og ritstjóri, í stólinn og leiðir okkur í gegnum sinn einstaka lagalista. Við heyrum sögur um tónlistina sem hefur mótað hann í gegnum árin – frá listrænu innsæi til persónulegra augnablika.
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Það er gaman á Næturvakt. Ekkert smá gaman. Allt of fyndin símtöl og frábær óskalög. Takk fyrir.
Lagalisti:
Bylur - Rugl
Billy Joel - You're only human - Second wind
Neil Young - Long may you run
Bad Manners - Walking In The Sunshine
Nancy Sinatra - These boots are made for walking
Purrkur Pillnikk - Augun úti (Afturgöngur 2023)
Queen - Bicycle race
Maus - Allt sem þú lest er lygi
Tom Petty - I Won't Back Down
Dr. Gunni - Allar sætu stelpurnar
BKPM - Vafið í Plasti
Álftagerðisbræður - Rósin
Lúdó og Stefán - Halló Akureyri
Lúdó og Stefán - Laus og liðugur
Lúdó og Stefán - Út á sjó = Stuck on you
Supertramp - From now on
Pink Floyd - Another brick in the wall - pt. 1
Pink Floyd - Another brick in the wall - pt. 2
Vestmenn - Eg siti so eina
Uriah Heep - July morning
Dire Straits - Money for Nothing
Ljótu hálfvitarnir - Þetta er ekki búið.
Lúdó og Stefán - Ólsen-Ólsen
Egó - Við trúðum blint
Survivor - Eye Of The Tiger
David Bowie - Scary monsters (and super creeps)
Kristján B. Heiðarsson - The dark side of life
Nirvana - Heart-shaped box
Páll Óskar og Milljónamæringarnir - Cuanto le gusta
Páll Óskar og Birnir - Spurningar
ABBA - Super Trouper