Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Gauti Kristmannsson prófessor.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart fæddist árið 1756. Hann var því uppi á tíma Upplýsingarinnar svokölluðu, en hún fólst í breyttum viðhorfum sem margir heimspekingar, rithöfundar og stjórnmálamenn boðuðu á 18. öld. Þekking og vísindi áttu að koma í staðinn fyrir hjátrú eða trúarkreddur, miskunnsemi og mannúð átti að koma í stað grimmilegra refsinga, og einnig var boðað aukið frelsi og jafnrétti. Viðhorf Upplýsingarstefnunnar setja svip sinn á margar af tónsmíðum Mozarts og má þar til dæmis nefna óperurnar "Brúðkaup Fígarós", "La clemenza di Tito" og "Töfraflautuna". Í þættinum verða leiknar tónsmíðar eftir Mozart þar sem finna má áhrif frá Upplýsingarstefnunni. Einnig verður fjallað um kynni Magnúsar Stephensen af óperunni "Töfraflautunni" árið 1826, en Magnús var einmitt helsti forkólfur Upplýsingarstefnunnar á Íslandi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.
Útvarpsfréttir.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur er Finnbogi Óskarsson efnafræðingur og túbuleikari. Finnbogi kann vel við sig í sveitum landsins þar sem hann eyðir drjúgum tíma við sýnatöku fyrir Íslenskar orkurannsóknir en þess á milli leikur hann á túbu í ýmsum hljómsveitum og kennir upprennandi blásurum á hljóðfærið. Í þættinum deilir Finnbogi með áheyrendum sinni eftirlætistónlist og segir frá bókinni sem hann tæki með sér á eyðibýli.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Frægasta prump í heimi (Jemen - úr 1001 nótt)
Ofurprumpið (Japan)
Prump forðast kuldann (Þýskaland)
Leikraddir:
Atli Már Steinarsson
Árni Beinteinn Árnason
Guðrún Gunnarsdóttir
Gunnar Hansson
Hafsteinn Vilhelmsson
Jóhannes Ólafsson
Karitas M. Bjarkadóttir
Ragnar Eyþórsson
Sigurrós Ylfa Rúnarsdóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Hljóðritun frá tónleikum í Tónleikahúsi Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn, 21. nóvember á liðnu ári.
Flytjendur: Danielle Niese, Jasmin White, Julie Roset og Jóhann Kristinsson.
Kór Málmeyjaróperunnar og Þjóðarsinfóníuhljómsveit Danmerkur.
Stjrórnandi: Geoffrey Paterson.
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Kiasmos - Sisteron
Snorri Helgason - Borgartún
Ellen Kristjánsdóttir - Engin önnur en ég er
Bogomil Font, Greiningardeildin - Bíttu í það súra
Kári Egilsson - Midnight Sky
Eiríkur Hauksson og Rokkkór Íslands - Within My Silence
Eldrún - Eymd þín venst
Fréttastofa RÚV.
Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Eftirtalin lið mætast á síðara undankvöldi í 2. umferð:
5. Menntaskólinn við Hamrahlíð og Framhaldsskólinn á Húsavík.
6. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn að Laugarvatni.
7. Menntaskólinn við Sund og Borgarholtsskóli.
8. Menntaskólinn á Akureyri og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Við ætlum að fara til Parísar í kvöld á tónleika með Nick Cave og Bad Seeds og heyra upptöku frá Franska útvarpinu (France Inter) en tónleikarnir fóru fram í Accord Arena í París 17. Nóvember sl.
***Cave og Bad Seeds hafa verið að fylgja eftir nýjustu plötunni sinni Wild God sem er 18. plata Cave með Bad Seeds og kom út 30 ágúst sl..
Platan hefur selst vel – fór í fyrsta sæti vinsældalista í Belgíu, Hollandi og Sviss til dæmis og dómarnir hafa verið flottir líka,
***platan er tilnefnd til Grammy verðlauna í Alternative flokki – Best alternative music album og Best alternative music performance.
Cave á megnið af músíkinni á plötunni eins og á öllum plötum Bad Seeds. Hann byrjaði að semja lög fyrir plötuna á nýársdag 2023, upptökur fóru fram í London. Warren Ellis var hans hægri hönd og svo upptökustjórinn Dave Fridman sem hefur unnið mikið með Flaming Lips t.d. -og Mercury Rev.
***Wild God er allt öðruvísi en Ghosteen sem var mikil sorgarplata, undir miklum áhrifum frá dauða sonar Arthurs Cave sem var bara 15 ára gamall þegar hann hann féll fram af háum kletti í Brighton og lést. Sú plata er seigfljótandi – draumkennd – og sorgleg - en Wild God er meiri gleði og meira stuð – og meira rokk.
***Nick Cave & Bad Seeds fóru um Evrópu núna í haust – spiluðu meira en 30 tónleika og enduðu í París í Accord Arena þar sem spilað var fyrir fullu húsi – eins og alls staðar í túrnum.
Í bandinu í dag eru með Nick Cave:
Warren Ellis- syntheseizer, fiðla, bakraddir ofl.
George Vjestica - gítarar
Martyn P. Casey - bassi
Thomas Wydler - trommur
Jim Sclavunos - slagverk, bakraddir ofl.