Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Íslenskt sendiráð hefur tekið til starfa í Madríd. Kristján Andri Stefánsson er fyrsti sendiherra Íslands á Spáni. Hann sagði frá stofnun sendiráðsins og helstu verkefnum þess en mikil tækifæri eru á frekari samvinnu og viðskiptum Íslendinga og Spánverja. Um eða yfir 4.000 Íslendingar eiga fasteign á Spáni.
Á dögunum lokaði veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum eftir þrettán ára farsælan rekstur. Eigendurnir ákváðu að komið væri gott. Lokakvöldið kallaði fram allskonar tilfinningar hjá Gísla Matthíasi Auðunssyni matreiðslumeistara sem spjallaði um Slippinn og endalokin og sagði líka frá komandi verkefnum.
Magnús Lyndal fjallaði um sígilda tónlist, að þessu sinni gerði hann grein fyrir muninum á svonefndri hermitónlist og "hreinni" tónlist.
Tónlist:
Softly as in að morning sunrise - The Modern Jazz Quastet,
Það er bara þú - Vilhjálmur Vilhjálmsson,
Sól í dag - Jakob Frímann Magnússon.



Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón hefur Benedikt Gíslason bankastjóri Arionbanka sem hefur verið samstarfsaðili Hringborðs Norðurslóða síðustu ár.
Pistlaröðin er unnin í samstarfi við Vestnorræna ráðið og Norræna félagið.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.

Útvarpsfréttir.

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 27. febrúar 2016: Í þættinum er fjallað um geðheilbrigðismál á Vestfjörðum og Austurlandi. Við ræðum við Davíð Þór Jónsson, héraðsprest á Austurlandi, um þessi mál en hann segir það hafa komið sér í opna skjöldu hvað sálgæsla sé stór hluti af sínu starfi, við kynnum okkur endurhæfingarstarfsemi á Egilsstöðum og geðræktarmiðstöð á Ísafirði. Þá heyrum við upplifun Stefáns Boga Sveinssonar af því að glíma við geðræn veikindi í samfélagi þar sem úrræðu eru lítil og fábreytt.
Viðmælendur: Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur á Austurlandi. Stefán Bogi Sveinsson. Linda Pehrsson, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Austurlands. Harpa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturafls.
Dagskrárgerð: Jón Knútur Ásmundsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir

Útvarpsfréttir.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Útvarpsfréttir.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Brot úr Morgunvaktinni.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum er rifjað upp þegar bresku hljómsveitirnar Echo and the Bunnymen og Classix Nouveau spiluðu í Laugardalshöll fyrir örfáa hljómleikagesti. Classix Nouveau héldu tónleika fyrir tæplega 1000 manns 16. júní og Echo and the Bunnymen spiluðu fyrir um það bil 1600 manns 2. júlí 1983. Íslenskar hljómsveitir hituðu upp fyrir þessar ensku hljómsveitir. Lögin sem hljóma í þættinum eru The Cutter, The Bachk of Love og The Killing Moon með Echo and the Bunnymen, Never Again, Is It a Dream, Manitou og Forever and a Day með Classix Nouveau og lögin Sísí með Grýlunum, Fjöllin hafa vakað með Egó og Böring með Q4U.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Haraldur Ingi Haraldsson fjallar fornmenn og galdur, særingar , seið og forlagaleit í þáttum frá vetrinum 1984-1985
Haraldur Ingi Haraldsson fjallar fornmenn og galdur, særingar , seið og forlagaleit í þáttum frá vetrinum 1984-1985
Þátturinn fjallar um tilbera og þá fornu kúnst að vekja upp drauga, ásamt sögum af því atferli. Þröstur Ásmundsson les særingarkvæði í upphafi og í lok þáttarins.
Frumflutt 18. febrúar 1985
Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Hin hvítu segl eftir Jóhannes Helga.
Heimildaskáldsaga byggð á sjóferðaminningum Andrésar P. Matthíassonar.
Kristinn Reyr les.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Halla Gunnarsdóttir ferðast umhverfis jörðina og fræðir hlustendur um líf og störf fólks í fjarlægum eða nálægum löndum. Hver þáttur er helgaður einu landi og Halla kynnir tónlist frá landinu og fær til sín viðmælendur sem þekkja til lands og þjóðar.
(2007)
Að þessu sinni fræðast hlustendur um Skotland í máli og músík. Stefán Pálsson og Katla Kjartansdóttir segja frá dálæti sínu á Rússlandi. Ævar Kjartansson les ljóðið Rauðar rósir eftir Róbert Burns í þýðingu Árna Grétars Finnssonar og að síðustu er rætt við Sif Stefánsdóttur, m.a. um skoska grunnskóla og hálendisgönguferð frá Glasgow.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Tré ársins verður formlega útnefnt á morgun en að þessu sinni er um að ræða trjátegund sem hefur tekið sér bólfestu í miðri Ölfusá í svokölluðum Jórukletti. Hreinn Óskarsson, skógfræðingur, ræðir við okkur í upphafi þáttar.
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra lítur við hjá okkur í föstudagsbolla.
Ragnar Eyþórsson, pródúsent og sjónvarpsspekúlant, ræðir við okkur um spjallþáttamenninguna í Bandaríkjunum í ljósi frétta af Jimmy Kimmel.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með Júlíusi Viggó Ólafssyni, sem býður sig nú fram til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, og Jóhannesi Óla Sveinsson, nýkjörnum forseta Ungs jafnaðarfólks.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.