12:03
Hádegið
?Skæruliðadeildin? og spilling á Íslandi
Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Í fyrri hluta Hádegisins örskýrir Atli Fannar Bjarkason hina svokölluðu ?skæruliðadeild? Samherja, sem og Samherjamálið. Í örskýringum sínum tekur Atli fyrir flókin mál útskýrir þau á sem einfaldastan hátt. Samherjamálið? Skæruliðadeildin? Hvað er nú það.

Samtökin Transparency International, stærsta fjöldahreyfing í heiminum sem berst gegn spillingu og heldur spillingavísitölu sem greinir ásýnd spillingar, gaf í morgun út yfirlýsingu þar sem aðgerði hinnar svokölluðu skæruliðadeildar Samherja eru fordæmdar. Þar segir meðal annars að tölvupóstssamskipti sýni að Samherji hafi reynt að hafa áhrif formannskjör í blðamannafélagi Íslands og að Ísland hafi fallið um sex sæti á sérstökum lista samtakanna sem mælir spillingu í kjölfar umfjöllunar Kveiks árið 2019 um meintar greiðslur Samherja til ráðamanna í Angóla og Namibíu. Atli Þór Fanndal, formaður Íslandsdeildar Transparency International, ræðir um spillingu á Íslandi í síðari hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Var aðgengilegt til 27. maí 2022.
Lengd: 58 mín.
,