11:03
Mannlegi þátturinn
Hörður Torfa 75 ára og kálbögglar
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn á einnig stórafmæli í dag, nánar tiltekið er hann 75 ára í dag, Hörður Torfason söngvaskáld og leiksviðslistamaður. Það var um nóg að tala við hann og af nægu að taka. Við fengum að vita hvar hann er fæddur og uppalinn og svo ferðuðumst við í gegnum viðburðarríka ævi hans til dagsins í dag. Við spiluðum glænýtt lag, Draumarnir, og svo sagði Hörður okkur frá nýrri bók, 75 sungnar sögur, sem kom út í sumar.

Í matarspjalli dagsins sagði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, okkur frá kálbögglum, eða bleikum kjötbollum. Hvar á maður að kaupa kjötfarsið? Á maður að búa það til sjálfur? Notar maður sama farsið í steiktar kjötbollur og kálböggla? Og er kominn tími til að halda hátíðlega kjötfarsdaginn einu sinni á ári?

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,