• 00:00:01Skýrsla Ríkisendurskoðunar
  • 00:19:54Úrslit Skrekks

Kastljós

Íslandsbankaskýrsla og Skrekkur

Kastljós kvöldsins fer í eitt stærsta pólitíska deilumál ársins, söluna á Íslandsbanka og skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í dag og lengi hefur verið beðið eftir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gestur okkar í kvöld en við ræddum líka við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar sem á sæti í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd sem hefur skýrsluna til meðferðar.

Við hittum einnig keppendur í úrslitum Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna, sem fram fara í kvöld.

Frumsýnt

14. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,