• 00:00:23Matthildur- samtök um skaðaminnkun
  • 00:12:35Kólumbískt kaffihús í Grundafirði

Kastljós

Brautryðjandi í skaðaminnkun, kólumbískt kaffihús í Grundafirði

Aukinn fjöldi lyfjatengdra dauðsfalla, sem við fjölluðum um í Kastljósi í síðustu viku, hefur vakið á umræðu um stöðu fólks sem neytir fíkniefna og mikilvægi þess auka þjónustu við þann hóp. Matthildur - heita samtök um skaðaminnkun sem stofnuð voru í vor og berjast fyrir því auka þekkingu og vinna framgangi skaðaminnkandi inngripa og úrræða á Íslandi. Samtökin eru nefnd í höfuðið á Matthildi Jónsdóttur Kelley, sem um áratugaskeið hefur starfað við aðstoða fíkniefnaneytendur á götum Chicago borgar í Bandaríkjunum - en hún var um skeið í sömu sporum og það fólk sem hún hjálpar í dag. Matthildur er enn búsett í Bandaríkjunum en er stödd hér á landi til þess taka þátt í ráðstefnu samtakanna um skaðaminnkun sem fram fer á miðvikudag og þegar er orðið uppselt á. Matthildur var gestur Kastljóss ásamt einni af stofnendum samtakanna, Svölu Jóhannesdóttur.

Valeria, kaffihús og kaffibrennsla, var opnað í Grundafirði í júní. Húsið er í eigu þeirra Mörtu og Jan. Jan er frá Kolumbíu, kominn af kaffibændum, og kaupir baunir beint frá smáframleiðendum í heimalandi sínu, sem hann ristar hér á kaffihúsinu. Kastljós fór í heimsókn.

Frumsýnt

5. sept. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

,