
Vika 6
Skemmtilegt fólk segir frá reynslu sinni í samböndum og samskiptum í tilefni af Viku6, kynheilbrigðisátaki sem haldið er í sjöttu viku hvers árs. Þá er kynfræðsla sett í forgrunn í skóla- og frístundastarfi. Unglingar kjósa um þema hverju sinni og fá að hafa bein áhrif á inntak og framkvæmd vikunnar. Í ár er þemað samskipti og sambönd. Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6.