Veröld sem var

Dellurnar

Þær eru margar dellurnar sem íslenska þjóðin hefur verið heltekin og gagntekin af í gegnum tíðina. Carmen rúllur, fótanuddtæki, hráfæði, sveppir, gerlar og ljósabekkir. Sagan um Orobronze æðið verður sögð og einnig fjölmargar sögur af stórundarlegum megrunarkúrum. Þjóðin leitar enn hamingjunni og hinni fullkomnu líðan í Veröld sem var.

Frumsýnt

26. ágúst 2018

Aðgengilegt til

18. feb. 2025
Veröld sem var

Veröld sem var

Þáttaröð í sex hlutum þar sem fjallað er um sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar á léttan og nýstárlegan hátt. Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson leggjast í fullkomlega óvísindalega mannfræðirannsókn til reyna skilja íslensku þjóðina betur á hundrað ára afmæli fullveldisins. Meðal þess sem þau skoða eru dellurnar sem þjóðin hefur gengið með í gegnum tíðina, nekt á Íslandi, og svo verða séríslensku sunnudagarnir sérstaklega kannaðirr. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Þættir

,