Tónskáldið - Gunnar Þórðarson

Seinni hluti

Mörg laga Gunnars Þórðarsonar eru orðin sígild í hugum Íslendinga. Fullyrða ekkert annað tónskáld eigi jafn mörg og fjölbreytt lög á sínum lagalista. Á síðari árum hafa komið frá honum tónsmíðar í sígildu formi, m.a. kórverk fyrir einsöngvara og sinfóníuhljómsveit. Óperan Ragnheiður kom í kjölfarið og sló í gegn jafnt hjá almenningi sem gagnrýnendum.

Frumsýnt

29. mars 2024

Aðgengilegt til

3. jan. 2030
Tónskáldið - Gunnar Þórðarson

Tónskáldið - Gunnar Þórðarson

Heimildarmynd í tveimur hlutum eftir Ágúst Guðmundsson og Jón Þór Hannesson um ævintýralegan feril Gunnars Þórðarsonar. Þroskasaga tónskálds sem aldrei fór í tónlistarskóla. Mörg vinsælustu lög síðustu áratuga eru frá Gunnari komin: Bláu augun þín, Þú og ég, Gaggó Vest, Vetrarsól, Þitt fyrsta bros og þannig mætti lengi telja. Árið 2005 voru hljóðrituð lög hans orðin 500 og síðan hefur bæst við. Á síðari árum hefur hann samið hljómsveitarverk og kórverk í klassískum stíl, enn fremur óperu sem þykir marka tímamót í íslenskri tónlistarsögu.

Þættir

,