Bláa herbergið
Þegar rán og morð er framið á opnun listasýningar í fínu listagalleríi kynnast rannsóknarlögreglumaðurinn Max Arnold og teymið hans nýrri hlið á listaheiminum í Chelsea.
Breskur spennumyndaflokkur um rannsóknarlögreglumanninn Max Arnold sem býr í gömlum húsbáti en starfar í einu efnaðasta hverfi Lundúna. Þó ekki skorti auðæfin í Chelsea er þar engu að síður nóg um morð og önnur myrkraverk. Aðalhlutverk: Adrian Scarborough, Peter Bankolé og Lucy Phelps. Myndirnar eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.