
Söngfuglar með heilabilun
Our Dementia Choir
Heimildarmynd í tveimur hlutum frá BBC þar sem leikkonan Vicky McClure úr þáttunum Skylduverkum ákveður að stofna kór með fólki með heilabilun af einhverju tagi, en rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlist getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks með heilabilun.