
Orðbragð III
Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir teygja, knúsa, rannsaka og snúa upp á íslenska tungumálið. Uppruna tungumálsins hjá mannkyninu verður leitað, skoðað hvernig lítil börn læra að tala og snúin tengsl íslenskunnar við dönsku rannsökuð. Rapparar spreyta sig á svínslega snúnum tungubrjótum og einum ofnotuðum frasa verður útrýmt í hverjum þætti. Dagskrárgerð: Konráð Pálmarsson.