Landinn

Jólalandinn 2020

Í jólaþætti Landans í ár verður meðal annars kíkt í heimsókn til Sindra Ploder, ungs myndlistarmanns sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann undirbýr fyrstu einkasýningu sína. Við rifjum upp söguna á bak við Pétursvirki sem er merkilegt mannvirki sem stendur í fjallinu ofan við bæinn England í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Pétur Georg Guðmundsson hlóð virkið þegar hann var aðeins tíu ára. Pétur varð síðar þekktur blaðamaður, verkalýðsforingi og bæjarfulltrúi í Reykjavík. Við hittum unga konu sem fyrir nokkru skráði sig á lista fyrir stofnfrumugjafa. Þá grunaði hana síst seinna meir þyrfti hún sjálf á stofnfrumum halda til læknast af bráðahvítblæði. Við förum yfir sögu Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur sem stofnuð var eftir Geysisslysið á Vatnajökli. Við skoðum náttúrufyrirbrigðið Skessugarð og við hittum konu sem tekst á við ástvinamissi með listsköpun. Hún býr undir Búlandstindi og býr til leikföng með sama nafni.

Viðmælendur:

Arngrímur Hermannsson

Björgvin Ploder

Hildur Karen Sveinbjarnardóttir

Íris Birgisdóttir

Ívar Örn Benediktsson

Sigríður Þorvaldsdóttir

Sindri Ploder

Svafa Árnadóttir

Sveinn Hákon Harðarson

Vigdís Jóhannsdóttir

Þorvaldur Guðnason

Þóra Jóhanna Jónasdóttir

Frumsýnt

27. des. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Landinn

Landinn

Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórgunnur Oddsdóttir, Viktoría Hermannsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon, Gunnlaugur Starri Gylfason og Jóhannes Jónsson.

Þættir

,