Halló Seltjarnarnes
Karl mætir til Íslands og kynnist Seltjarnarnesi.
Íslensk leikin þáttaröð um Þjóðverjann Karl Krautz sem gegnir því mikilvæga starfi að ferðast um heiminn og búa til sjónvarpsefni fyrir þýska ríkið. Hann neyðist til að eyða sumrinu á Íslandi ásamt aðstoðarmanni sínum, Heinrich, og framleiða menningarþætti um smáþorpið Seltjarnarnes. Leikstjórn og framleiðsla: Árni Þór Guðjónsson, Jónsi Hannesson og Killian Briansson.