Kiljan

Kiljan 24. apríl 2024

Í Kilju vikunnar förum við Þjóðminjasafninu og hittum Sigrúnu Eldjárn. Hún hefur skrifað og teiknað fallega og skemmtilega bók sem nefnist Sigrún á Safninu og byggist á æskuminningum hennar frá því alast upp í húsi sem á þeim tíma var ekki bara þjóðminjasafn, heldur líka listasafn og sjóminjasafn. Þórarinn Eldjárn og Kristján Þórður Hrafnsson koma í þáttinn og segja frá 100 kvæðum en það er nýtt úrval ljóða Þórarins sem Kristján hefur valið. Þórarinn flytur eitt sitt frægasta kvæði af mikilli hind. Hjónin Kristín Jórunn Hjartardóttir og Egill Eðvarðsson ferðuðust um landið, hún stakk sér í sjó og synti á fjöldamörgum stöðum en Egill myndaði. Saman settu þau saman bókina Fær í flestan sjó en þar kynnumst við rúmlega áttatíu stöðum sem henta til sjósunds. Við fjöllum um hin svonefndu austfirsku skáld, en þeirra helst voru Einar Sigurðsson í Heydölum og Stefán Ólafsson í Vallanesi. Gagnrýnendur þáttarins ræða um Eimreiðarelítuna eftir Þorvald Logason og Horfinn heim en það er sjálfsævisaga Þrastar Ólafssonar. ,

Frumsýnt

24. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,