Kiljan

Þáttur 18 af 25

Kilja vikunnar er venju fremur efnismikil enda eru flestar bækur vertíðarinnar skila sér á markað. Yrsa Sigurðardóttir spjallar við okkur um nýja glæpasögu sína sem nefnist Frýs í æðum blóð. Sigríður Hagalín Björnsdóttir kemur í þáttinn og segir frá Deus, það er skáldsaga sem fjallar m.a. um gervigreind. Melkorka Ólafsdóttir og Hlíf Una Bárudóttir eru í viðtali um ljóðabókina Flagsól þar sem er ort um sveppi af öllum gerðum sem sumir heita undarlegum nöfnum. Jón Atli Jónasson ræðir um glæpasögu sína Eitur en hún gerist í Reykjavík nútímans þar sem flæða fíkniefni. Jón Erlendsson býr á Akureyri og hefur fengist við þýða hið mikla verk Paradísarmissi eftir John Milton, bókin er komin út, mörg þúsund ljóðlínur, í glæsilegri útgáfu. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Duft eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Það dæmist rétt vera eftir Einar Guðmundsson og Hvítalogn eftir Ragnar Jónasson.

Frumsýnt

15. nóv. 2023

Aðgengilegt til

14. nóv. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,