
Kæfandi ást III
Smother III
Þriðja þáttaröð írsku spennuþáttanna um Val Alhern og fjölskyldu. Val hefur grennslast fyrir um dánarorsök eiginmanns síns síðan hann fannst látinn í fjöru við klettarætur. Því dýpra sem hún kafar ofan í grafin fjölskylduleyndarmál, því betur áttar hún sig á hversu lítið hún þekkti eiginmann sinn til 30 ára. Aðalhlutverk: Dervla Kirwan, Gemma-Leah Devereux og Niamh Walsh. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.