Ímynd

Með röntgenaugum

Í þættinum er fjallað um rannsóknarljósmyndir og aðrar lítt þekktar hliðar ljósmyndunar. Lögregla, heilbrigðisstéttir og fornleifafræði koma eflaust ekki upp í hugann í tengslum við ljósmyndun, en ljósmyndir gegna samt lykilhlutverki í þessum starfsgreinum. Ljósmyndir af látnum eru sömuleiðis algengari en ætla mætti og geta gegnt sérstöku hlutverki í sorgarferli ættingja. Skoðað er hvernig ljósmyndir nýtast sem tæki og tól víða í samfélaginu. VARÚÐ! Í þættinum birtast myndir sem geta verið erfiðar fyrir viðkvæma, meðal annars af látnu fólki, þar á meðal andvana fæddu barni. Þátturinn er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Frumsýnt

9. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
12
Ekki við hæfi yngri en 12 ára.
Ímynd

Ímynd

Heimildarþáttaröð í sex þáttum þar sem íslensk ljósmyndun er skoðuð út frá sjónarhorni lista, landslags, samtímans, skrásetningar, fréttaflutnings, fortíðar og framtíðar. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir. Stjórn upptöku og framleiðsla: Hrafnhildur Gunnarsdóttir.

Þættir

,