1. desember
Leikfangasmiðurinn Völundur birtist úr fataskápnum hjá Gunna og Felix og treystir þeim félögum fyrir mikilvægum poka og mikilvægu verkefni.

Þeir Felix og Gunni þurfa að leita að smiðnum Völundi en hann er sá sem smíðar jólagjafirnar. Leitin er ævintýri líkust því þeir félagar fara inn í hvert völundarhúsið á fætur öðru og hitta fyrir margvíslegustu þorpara. En þeir halda ótrauðir áfram og yfirvinna hræðslu og aðrar hindranir. Handrit gerði Þorvaldur Þorsteinsson, en leikstjórn og aðalhlutverk voru í höndum þeirra Gunnars Helgasonar og Felix Bergssonar.