
Hljómsveitin I
Orkestret I
Dönsk gamanþáttaröð. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Klarinettuleikarinn Bo Høxenhaven er sérvitur og lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Þegar nýr aðstoðarhljómsveitarstjóri reynist jafnskrýtin skrúfa og Bo er ekki von á góðu. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.