Grafin leyndarmál V
Unforgotten V
Fimmta þáttaröð þessara bresku spennuþátta. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sunny Khan og samstarfsfólk hans snúa aftur til starfa eftir mikið áfall þegar líkamsleifar finnast í reykháfi í vesturhluta London. Það reynist teyminu erfitt að leysa málið og nýr samstarfsfélagi þeirra, Jess James, auðveldar þeim ekki lífið. Aðalhlutverk: Sanjeev Bhaskar og Sinéad Keenan. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.