Þáttur 3 af 6
Hefur einhver raunverulegan áhuga á bóknámi? Hvers vegna fara svo margir nemendur í viðskiptafræði og lögfræði? Er þetta ekki drepleiðinlegt?
Íslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm.