
Dægurflugur
Mayflies
Breskt drama í tveimur hlutum frá 2022 byggt á samnefndri skáldsögu Andrews O‘Hagans. Eitt óleymanlegt kvöld í skoskum smábæ árið 1986 myndast ævilöng vinátta James og Tully. Þrjátíu árum síðar kemst Tully að því að hann er dauðvona og ber upp bón sem reynir á vináttuna. Aðalhlutverk: Tony Curran, Martin Compston, Tom Glynn-Carney og Rian Gordon. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.