
Beðmál í Bítlaborginni - Eurovisionferðalagið
Siggi Gunnars er staddur í Bítlaborginni Liverpool þar sem Eurovision fer fram í ár. Hann skoðar borgina innan sem utan og kynnir áhorfendum undraveröld Eurovision-aðdáandans. Siggi sýnir okkur allan sirkusinn í kringum keppnina, talar við blaðamenn, aðdáendur og stjörnurnar. Framleiðsla: RÚV. Upptökustjórn: Gísli Berg og Árni Beinteinn Árnason.