
Bæir byggjast
Íslensk heimildarþáttaröð í fimm þáttum um skipulag og uppbyggingu fimm bæja vítt og breitt um landið. Bæirnir Ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar og Hafnarfjörður eru heimsóttir og stiklað á stóru um sögu þeirra. Umsjón: Egill Helgason og Pétur Ármannsson. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.