
Að baki hvers manns
Bag enhver mand
Danskir dramaþættir frá 2023. Hinn skapstóri Michael er yfirkokkur á einum fremsta veitingastað Kaupmannahafnar. Hann tekur því illa þegar Naja, nýi yfirkokkurinn, vill gera breytingar á vinnustaðarmenningunni, sérstaklega varðandi jafnrétti kynjanna. Á meðan þau takast á um hvort þeirra stjórnar koma ýmis leyndarmál upp á yfirborðið sem ógna framtíð veitingastaðarins. Aðalhlutverk: Jesper Zuschlag, Julie Rudbæk og Ann Eleonora Jørgensen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.