
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Nýtt og töfrandi íslenskt ævinýri sem byggir á ævintýraheimnum Tulipop. Það eru vetrarsólstöður á Tulipop eyjunni, magnaðasta nótt ársins! Vinirnir Freddi, Gló, Búi og Maddý eru samkvæmt hefðinni búin að óska sér og bíða spennt eftir heimsókn og gjöfum frá Snjóku. En gjafirnar reynast furðulegar og vinirnir halda af stað í spennandi leiðangur til Skýjaborgar til að reyna að bjarga Vetrarhátíðinni!

Bein útsending frá árlegum nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Vínarborgar, sem tileinkaðir eru Strauss-fjölskyldunni. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Yannick Nézet-Séguin.

Ávarp forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, á nýársdag.

Heimildarmynd frá 2022 um íslenska sundmenningu. Í myndinni eru heimsóttar yfir 25 sundlaugar. Við kynnumst fólkinu sem sækir laugarnar og menningunni í laugunum sem hefur þróast hér á landi í yfir 100 ár og er einstök á heimsvísu. Kvikmyndataka og leikstjórn: Jón Karl Helgason.

Leikin íslensk mynd frá 2022 eftir Hlyn Pálmason. Systkini byggja saman trjákofa. Fylgst er með lífi þeirra í heilt ár í gegnum hamingju og þjáningu, vetur og sumar, ljós og myrkur. Aðalhlutverk: Ída Mekkín Hlynsdóttir, Grímur Hlynsson og Þorgils Hlynsson.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þættinum fjöllum við um konungsheimsóknir til Íslands og kvikmyndir af þeim og síðar heimsóknir forseta Íslands í ýmis byggðarlög. Við sjáum hvernig hefðir sköpuðust í kringum þessar heimsóknir þjóðhöfðingja og ekki síst hvernig forsetaembættið nýja var túlkað í kvikmyndum.

Upptaka frá aðventutónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju í desember síðastliðnum. Gunnar Björn Jónsson tenór er sérstakur gestur kórsins sem verður 100 ára á þessu ári. Stjórn upptöku: Þór Freysson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Veðurfréttir.

Íslensk heimildarmynd um fjóra menn sem hafa deilt lífi sínu á Youtube. Einn þeirra hefur skráð líf fjölskyldu sinnar í áratugi, annar er leigubílstjóri með óperudrauma, sá þriðji er einmana flugmaður sem leitar eftir alvöru tengingu við aðra og sjá fjórði áhrifavaldur í leit að sjálfum sér. Í myndinni er grafist fyrir um ástæðurnar fyrir því að leggja líf sitt út á Youtube og velt upp hvort efnið sem mennirnir sýna öðrum endurspeglar það sem mestu máli skiptir í lífinu. Leikstjóri: Janus Bragi Jakobsson.

Ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ditte Jensen lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður. Fyrr en varir er blokkin hennar orðin að vígvelli í baráttunni fyrir bættum heimi. Hún finnur sig knúna til að hjálpa nágrönnum sínum sem glíma við hin ýmsu vandamál og það skiptir hana engu hvort þeir vilji aðstoðina eða ekki. Í huga dönsku konunnar réttlætir tilgangurinn meðalið. Alltaf. Meðal leikenda eru: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal og Baldur Björn Arnarsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ditte Jensen uppgötvar að nýju nágrannar hennar eru ekki fullkomnir. Þetta er fólk sem glímir við ýmis vandamál og persónugalla og er greinilega hjálparþurfi. Hún þarf líka að horfast í augu við drauga fortíðar sem ásækja hana bæði í vöku og draumi. Og svo er það kötturinn. Ditte á auðveldara með að takast á við hann, því hún er fullkomin, eða næstum því.
Ævintýramynd frá 2014 um nornina Maleficent og atburðina sem leiddu til þess að hún lagði álög á Þyrnirós þegar hún var enn í vöggu. Leikstjóri: Robert Stromberg. Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Elle Fanning og Sharlto Copley. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Ævisöguleg kvikmynd frá 2016 með Colin Firth í hlutverki ritstjórans Maxwell Perkins, sem uppgötvaði meðal annars rithöfundana Ernest Hemingway, F. Scott Fitzgerald og Thomas Wolfe. Myndin fjallar um vináttu og samstarf Maxwells og Thomas Wolfes sem gerði Thomas að metsöluhöfundi. Meðal annarra leikenda eru Jude Law, Nicole Kidman og Laura Linney. Leikstjóri: Michael Grandage. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá í Hljómskálanum.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá í Hljómskálanum.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá í Hljómskálanum.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Ávarp forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, á nýársdag.

Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá í Hljómskálanum.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá í Hljómskálanum.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Árljóð frá birtingu til sólarlags. Bein útsending frá ljóðadagskrá í Hljómskálanum.
Á fyrsta degi ársins lesa skáld ljóðin sín frá frá sólarupprás til sólarlags. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

A new Icelandic TV series directed by Benedikt Erlingsson. When Ditte Jensen retires with distinction from the Danish intelligence service she moves into an apartment building in Reykjavik. Her dream is to be able to tend to her garden and live her life in anonymity. But Ditte cannot stop being who she is – an elite soldier and a warrior. Soon the apartment building becomes a battlefield for a better world. She feels compelled to help her neighbours, who are struggling with a wide range of problems, and it makes no difference to her whether they want the help or not. In the mind of the Danish woman, the end justifies the means. Always.
Cast includes: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal, and Baldur Björn Arnarsson.
Not suitable for children under 12 years of age.
Ditte Jensen discovers that her new neighbors are far from perfect. They are people struggling with various problems and personality flaws, clearly in need of help. She also has to confront the ghosts of her past, which haunt her both awake and in her dreams. And then there’s the cat. Ditte finds it easier to deal with him, because she is perfect - or almost.